Blandaðir málmar / Mixed metals

Enn heldur málmveislan áfram samkvæmt hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó og enginn einn málmur eða málmlitur er meira áberandi en annar. Gylltar vörur, kopar vörur og silfraðar, hvort sem um er að ræða ál, stál eða króm. Kíkið á þessar vörur sem sýndar voru á sýningunni þetta ár.

The metal feast is still going strong according to the design fair Salone del mobile in Milan and no one metal or metal color is more dominant  than any other. Products out of copper and brass, as well as silver, be it aluminum, chrome or steel. Take a look at these products from the Milan show 2015.

Glitrandi sælgætispappír og form innpakkaðra mola var innblástur ítalska hönnuðarins Luca Nichetto þegar hann hannaði BonBon borðin fyrir Verreum. Borðin eru úr handblásnu gleri og koma í þremur litum.

Inspired by the silver paper wrapped around the candies and their stylized form, Italian designer Luca Nichetto, created the BonBon tables for Verreum. A collection of mouth blown silvered tables in three colors.

Tom Dixon kynnir nýja lampalínu með þeim einstöku eiginleikum að þegar kveikt er á lömpunum verða þeir hálf gagnsæir. Vísað er í ofskynjanir þegar form lampanna er útskýrt en þetta er eins og bráðnuð kúla.

Tom Dixon introduces his new lamp selection with the unique feature of becoming translucent when turned on. Hallucination is the reference most use when describing the form but it looks like a melted bubble.

 

Beyond Object er lína af skrifborðs fylguhlutum hönnuð af Poetic Lab. Í línunni má finna límbandsrúlluhaldara, penna statíf, yddara og bréfahníf.

beyond Object is a desktop collection designed by Poetic Lab. This collection includes a tape dispenser, pen pot, pencils sharpener and a letter knife.

 

Syro borðin hafa sterka tengingu við náttúruna. Þau eru hönnuð af Emilio Nanni fyrir De Castelli og eru framleidd úr messing, stáli og kopar. Lag borðplatna og mynstrin í þeim eru innblásin af mjúkum línum náttúrunnar og borðfæturnir eru með vísun í trjágreinar.

The Syro tables are strongly tied to nature. Emilio Nanni‘s trio of tables for De Castelli come in iron, brass and copper. The form and the etching in the tabletops are inspired by the wavy lines of nature and the table legs refer to branches.

 

Buster+Punch eru með fyrstu díóðu peruna (led: light emitting diode) með áherslu á útlit. Hvernig getur ljósapera verið svona falleg? Led perur hafa fram til þessa ekki þótt mjög fallegar. Tveggja ára hönnunarvinna liggur hér að baki og útkoman er framúrskarandi.

Buster+Punch with the first designer led (light emitting diode) bulb. How can a lightbulb be so beautiful? Led bulbs have not been thought of as very pretty, until now. Two years of design work and we have one sharp bulb.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *