Gull & látún / Gold & brass

Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading

Verkheiti / Project name : E10

Einbýli í Reykjavík var tekið alveg í gegn að innan með nýju skipulagi, nýjum innréttingum, gólfefnum og nýrri lýsingu.  Markmiðið var að fá fjölskylduvænt hús, hlýlegt og heimilislegt.

This house in Reykavík underwent a complete renovation. New space plans, new cabinetry, flooring and lighting. The goal was to get a a family oriented house with a warm and homey feeling. Continue reading

Murcia- nýtt á gömlu / new meets old

Hér hefur allt verið rólegt í nokkurn tíma en ég stakk mér í frí til Spánar og ákvað að hafa það frí algjört. Sem sagt engin vinna, engin ( eða fá) símtöl, tölvupóstar biðu og ekkert bloggað. Nú er ég sem sagt komin aftur og það er viðeigandi og skemmtilegt að fyrsta færsla eftir frí sýnir einstaka byggingu frá borg sem er ekki langt frá því svæði sem ég var á. Stílhrein viðbygging í afar þéttbyggðu og hefðbundnu hverfi í borginni Murcia á Spáni. Continue reading

Karlavägen 76

Allar íbúðir við Karlavägen 76 í Stokkhólmi voru keyptar og gerðar upp í svipuðum stíl af verktakafyrirtækinu Oscar Properties og svo settar aftur á sölu. Gæði og lúxus einkenna íbúðir í þessum stigagangi þar sem carrara marmari, hvíttað plankaparkett, látún og gráar innréttingar upp að hvítum veggjum er gegnumgangandi þema í húsinu. Continue reading

HönnunarMars 2015 / DesignMarch 2015

HönnunarMars er NÚNA, frábær árlegur viðburður sem snertir marga fleti hönnunar. Þetta ár hef ég minni tíma en áður til að sækja fyrirlestra, opnunarboð og sýningar og mun því skipuleggja daginn sem ég hef til skoðunar afar vel. Sem er nokkuð auðvelt að gera með því að nota dagskár flipann á vefsíðunni hönnunarmars.is.  Reynið endilega að kíkja á þessa hátíð hönnuða sem haldin er nú í sjöunda sinn. Continue reading

Prammi til sölu / A flatboat for sale

Ég hef haft mikið að gera. Fékk smá leið á Pinterest þar sem að hönnunarmyndir spýtast í þúsundatali inn á heilann. Hef ekki sinnt Facebook eins og alvöru Facebook notandi. Hef ekki rennt í gegnum uppáhalds bloggsíðurnar né veftímaritin. Ég hef bara verið upptekin í starfi og andlaus þegar kemur að rafræna sambandinu við umheiminn. En svo sá ég loks eitthvað spennandi. Continue reading

Veitingastaðurinn Anahi / The restaurant Anahi

Nýi eigandi veitingastaðarins einblíndi ekki á veitingastaðinn sjálfan heldur var með sýn fyrir allt hverfið. Franski frumkvöðullinn,Cédric Naudon, keypti því argentíska veitingastaðinn Anahi og 35 önnur fyrirtæki með það í huga að búa til heildstætt bóhemískt hönnunarhverfi undir heitinu La Jeune Rue með veitingahús, krár og sérverslanir sem bjóða einungis upp á vörur og hráefni sem framleitt er í Frakklandi. Continue reading