Verkheiti / projectname : S22

Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading

6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement

Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading

Mynd vikunnar / Photo of the week

Já, já, ég veit. Það eru nokkrar vikur síðan ég sýndi mynd í „dálkinum“ mynd vikunnar. Ég vil nefnilega sýna innanhússmynd sem heillar, fræðir eða kveikir á hugmyndum. Það þýðir að ég birti mynd vikunnar þegar ég finn þá réttu en ekki vegna byrði vikulegrar birtingar.

Yes, I know. A few weeks have gone by since my last entry in the „column“ photo of the week. I just want to show a photo that fascinates, educates or inspires new ideas. That means I’ll post a photo when I find the right one instead of having the burden of weekly entries forcing my finds.

Hvað er svo að sjá hér?  / So what do we see here?   Continue reading