Verkheiti / projectname : S22

Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading

Verkheiti / project name: H25

Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti  úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt.  Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading

Skrýtnu hornin / The odd corners

Er autt horn heima hjá þér sem virkar tómlegt en þú veist ekki hvað ætti að fylla það? Hér eru sex hugmyndir fyrir einmitt þannig horn.

Do you have an empty corner in your home that looks a bit naked but you don’t know what to do with?  Here are six ideas for just that corner.  Continue reading