HönnunarMars 2015 / DesignMarch 2015

HönnunarMars er NÚNA, frábær árlegur viðburður sem snertir marga fleti hönnunar. Þetta ár hef ég minni tíma en áður til að sækja fyrirlestra, opnunarboð og sýningar og mun því skipuleggja daginn sem ég hef til skoðunar afar vel. Sem er nokkuð auðvelt að gera með því að nota dagskár flipann á vefsíðunni hönnunarmars.is.  Reynið endilega að kíkja á þessa hátíð hönnuða sem haldin er nú í sjöunda sinn. Continue reading

Masters, Kartell

Masters stóllinn frá Kartell er að mínu mati listaverk en Philippe Starck setti saman þrjá heimsfræga hönnunarstóla í einn. Ef grannt er athugað má sjá útlínur Sjöu Arne Jacobsen, Tulip stól Eero Saarinen og Eiffel stól Charles Eames. Nafn stólsins, Meistarar (Masters), er því afar viðeigandi. Continue reading

Heitasta mottan / The number one rug

Hversu snögg erum við að tileinka okkur erlenda tískustrauma í húsgögnum og fylgihlutum? Nú er eitt og hálft ár síðan ég skrifaði um vinsældir marokkósku Beni Quarain mottanna og mottur í þeim stíl en hægt er sjá fjölda mynda á Pinterest síðu minni af stofum, borðstofum og svefnherbergjum með þessari mottugerð. Svipaðar mottur fást loks á Íslandi.  Continue reading