Verkheiti G11 / Project name G11

Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans.

Forstofan var þröng og á gangi var fataslá milli veggja þar sem útifatnaður fjölskyldunnar hékk. Við lögðum því af stað í breytingar.

Dyraop úr forstofu, inn í stofu og eldhús voru stækkuð og gamlir karmar rifnir burtu. Veggir milli borðstofu og eldhúss voru teknir niður og nýr burður settur upp. Nýtt niðurtekið gifsloft yfir eldhúsrými gaf færi á nýrri lýsingu. Sérsmiðuð eldhúsinnrétting var sett upp og fataskápur fyrir útiföt á gangi, ný gólfefni sett á og veggir málaðir. Í ferlinu var ákveðið að fjarlægja skorstein hússins sem hafði tapað hlutverki sínu fyrir alllöngu. Op var gert í þakið á þriðju og efstu hæð hússins og skorsteinninn hífður upp í heilu lagi með kranabíl. Það gerir maður ekki án fagmanna!

Old houses tend to have many small rooms. The house owners wanted to open up the main level of their house to achieve more of an open space area. The kitchen was old and by far practical or work friendly. A narrow foyer lead into a crowded hallway which gave a cluttered feeling when entering the home.

The changes included opening up narrow doorways, removing walls by adding new load bearing ceiling beams, installing custom made kitchen cabinets and an enclosed closet in the hallway for a cleaner look. New flooring and fresh paint on the walls. An old chimney with no purpose any more was removed by opening up the roof on the third and top level and was hoisted in one piece with the help of true experts and a crane.

Fyrir myndir / before photos

Innréttingar : RH innréttingar

Borðplata : Granítsteinar

Tæki : Ormsson

myndir/photos : Bryndís Eva

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *