Verkheiti / project name : K32

Í Hafnarfirði stendur glæný raðhúsalengja með litlum húsaeiningum á einni hæð. Verkkaupar höfðu samband við mig með góðum fyrirvara þegar húsin voru enn á byggingarstigi svo skipulagsbreytingar voru vel mögulegar.

Við breyttum og bættum veggjaskipulag við forstofu og baðherbergi og endurhönnuðum innréttingar. Þetta raðhús er því ólíkt öllum hinum.

The owners of a small brand new one story townhouse contacted me in the early stages of the building process which gave us the opportunity to change the floorplan to our needs. We changed the walls that separate the foyer, bathroom and laundry from an open space area and designed custom made cabinetry for the whole house. This townhouse is therefore different from all the others.

Í stað þess að vera með þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi var útbúið lítið þvottahús inn af anddyri sem var á upprunalegu teikningu lítið rými fyrir ræstivask og ryksugu. Ástæðan var helst sú að vélarnar hindruðu góða nýtingu á baðherbergisrými. Forstofuskápur var stækkaður, færður og felldur inn í vegg sem stækkar forstofuna og auðveldar aðkomu að skápum. Baðherbergið minnkaði í fermetrum við þetta en hér sést glöggt að fjöldi fermetra skiptir minna máli en gott og úthugsað skipulag. Gler rennihurð lokar svo af forstofu frá alrými.

Innréttingar voru allar sérsmíðaðar en valin var létt hvíttuð eik í bland við grátt sprautulakkað.

Instead of having the washer and dryer inside the bathroom where they stood in the way of a good space planning flow, we turned a small storage in the foyer into a laundry room. We turned and enlarged the closet in the foyer that eased all access. This made the bathroom smaller than the original plan and shows that square meters are not as important as good space planning. A glass sliding door was chosen over a regular door to close the foyer.

all photos above : Anna María Sigurjónsdóttir

all photos below taken on my Samsung phone

Innréttingar: Fagus  *  Flísar: Álfaborg  *  Lýsing: Rönning  *  Tæki: Tengi og Byko  *     Gler: Íspan  *  Borðplötur: Granítsteinar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *