Verkheiti / project name : M13

Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar.  Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar.

Helsta skipulagsbreytingin var opnun á eldhúsi sem er nú hluti af stóru alrými og útbúin var ný hjónaherbergissvíta með sér baðherbergi. Fimm rennihurðir voru settar upp sem afloka ákveðin herbergi og rými. Ein þeirra er úr hvítmáluðu gleri sem lokar anddyrinu.  Takið eftir borðstofuborðinu sem var sérútbúið úr plönkum með létt slípuðum og náttúrulegum köntum. Breytingin gerði húsið að nútímalegu fjölskylduheimili.

A house located in the capital region got a total renovation when it changed homeowners. The interior layout changed, new cabinets were put up along with new flooring, doors and lighting. We leveled down the rough concrete textured walls (similar to outdoor stucco) into smooth clean walls and had all the windowpanes painted white. The custom made cabinets are smoked oak and throughout the house we put in parquet wood effect porcelain tiles.

The most dramatic layout change was opening up the kitchen by taking down walls. It is now part of a large open space. A master bedroom suite  with a private bathroom was  designed in as well. Five sliding doors were put in to enclose and open rooms and spaces. One of them  a painted glass door in the foyer. Notice the dining table that was custom made with large planks with slightly sanded but all natural edges. The renovation turned this house into a modern family home.

 

Innréttingar : Iðntré

Gólfefni og innihurðir : Parki

Lýsing : S. Guðjónsson

Borðplötur : Granítsteinar

Bað- og eldhústæki : Tengi

Speglar og glerhurð : Glerborg

Eldhústæki : Smith & Norland og Ormsson

Ljósmyndari / Photographer : Anna María Sigurjónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *