Verslun & vörur : Náttuglur

Ég gerði mér ferð til Silju Kristjánsdóttur um daginn til að kaupa enn eina Náttugluna. Sú fyrsta sem ég keypti og gaf, sló í gegn. Þær hafa ratað ofan í nokkra gjafapakka hjá mér eftir það. Að mínu mati eru Náttuglurnar einstök sængur-,skírnar- eða afmælisgjöf.

Litíl uglu mjúkdýr í skærum litum, með eyru sem hægt er að toga í,marglita borða sem hægt er að strjúka og já,nudda nebbann sinn með og inn í þeim er lítil hringla eða bjalla sem Silja kallar bangsahjartað. Eini gallinn við þær er hve erfitt er að velja því úrvalið í litum er svo gott og  hver ugla sérstök. Það er engin ugla eins.

Silja stækkaði uglumjúkdýrs hugtakið og undir sama nafni saumar vinsæl ský með spiladósum innan í, samfellur með náttuglumyndum á og nýjasta nýtt er fugl með langan gogg og hringlu að innan sem heyrist vel í þegar hann er hristur.

Netverslun er væntanleg en fram að því virkar Facebook síðan vel en þar má sjá fleiri myndir og fá upplýsingar um hvar Náttuglurnar fást.  Munið eftir Náttuglunum, þær slá í gegn hjá börnunum.

Þessi gutti, hann Vilhjálmur Dan, fékk fyrstu Náttugluna.

Allar myndir frá Silju Kristjánsdóttur nema myndin af Vilhjálmi Dan var tekin af Þóru Hrönn Njálsdóttur.

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                 Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *