Að lifa smátt / Living small

Það er ekkert lát á eftirspurn lítilla íbúða. Naumhyggjan er í fyrirrúmi og söfnunarárátta á undanhaldi. Nú á að búa smátt og eiga lítið. Litlar íbúðir kosta minna og rekstrarkostnaður lægri. Fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinum þá er þessi hugmynd góð, geranleg og nauðsynleg.

Með nýjum byggingarreglugerðum höfum við enn frekari tækifæri á að hanna litlar íbúðir fyrir unga fólkið, einstæðingana og naumhyggjufólkið. Að auki er orkusparnaður lítilla íbúða plús fyrir allan heiminn.

Small apartments are in high demand. Lifestyles are getting simpler and free of unnecessary things. The trend is to live small and only have what is needed. Smaller apartments cost less to build, buy and manage. A planet friendly idea. This trend is not only for the minimalists and environmentalists but a necessary one for young people buying their own home for the first time.

Það er sérstaklega mikilvægt að huga að skipulagi þegar um er að ræða fáa fermetra og sniðugar lausnir geymsluskápa skipta sköpum. Arkitektastofan Brad Swartz gerði hvoru tveggja einstaklega vel í endurhönnun sinni á 27 fermetra íbúð í Darlinghurst, Ástralíu.

Hönnunin byggir á fjölnota vegg sem skiptir íbúðinni í tvo álíka stóra hluta. Eldhús og stofa í einum hluta en baðherbergi og svefnherbergi í hinum. Fjölnota veggurinn er með rennihurð inn á baðherbergi og inn í svefnherbergi, niðurfellanlegt skrifborð, geymsluskápa og opið hólf ásamt flatskjá sem er komið fyrir í sama vegg. Undir rúminu sem nánast fyllir svefnherbergið er geymsluskúffa.

It is extremely important to be creative in space planning and storage solutions when dealing with small spaces. The firm Brad Swartz Architect succeded in both when designing this 27 sq.m apartment in Darlinghurst, Australia.

Their trick is a multi functional wall, dividing the apartment in two halfs, with sliding doors leading to the bedroom and bathroom, a folding down desk incorporated, both closed and open storage solutions and a tv.

All photos taken by Katherine Lu

Leave a Reply

Your email address will not be published.