Eldhús skipulag – eyjan / Kitchen layout – the island

photo via the design chaser

Eldhús skipulag er það mikilvægasta í góðu eldhúsi. Stærð eldhússins og veggir stjórna oft skipulagi enda er algengt að veggir séu færðir til eða teknir niður til að mynda gott eldhússvæði. Stundum er það þó ekki hægt en með góðri hönnun náum við góðu vinnuskipulagi og fullri nýtingu á þeim fermetrum sem hvert rými gefur. Þetta er fyrsti pistillinn af fimm um skipulag eldhúss þar sem ég stikla á stóru um algengustu uppraðanir þess. Við byrjum á eldhús eyjunni.

The kitchen layout is the most important part of a good kitchen. The size and shape the walls provide often controls the layout although removing walls or relocating them is common to get the best result. That is however not always possible but with good design it is possible to create a great working kitchen and fully utilize the space. This is the first article of five where I point out the most common kitchen layouts. We start with the kitchen island.

Eyjueldhús / A kitchen island

Síðustu ár hefur eyjan verið vinsæl og allt reynt til að koma henni inn. Eyjan hefur jú marga góða kosti og aðallega þann að þurfa ekki alltaf að snúa að vegg við eldamennsku. Flest viljum við taka þátt í því sem fer fram á öðrum svæðum heimilisins þegar eldamennskan er í fullum gangi hvort sem það er spjall við maka, fylgjast með fréttatímanum eða aðstoða börnin við heimalærdóminn.

via mg project pracownia architecture 

It has gotten extremely popular to fit an island into the kitchen.  A kitchen island has many great advantages, the main one to not always turn to a wall when cooking. Most of us want to interact with other family members while cooking or just be a part of whatever is going on around us.

via just the design

Eyju skipulag virkar best í opnum rýmum og  yfirleitt stjórnar vinnuskipulagið hvort helluborðið eða vaskurinn sé í eyjunni. Stundum er eyjan án tækja og nýtist þá sem einstaklega gott vinnuborð. Útfærslur eyjunnar eru m.ö.o afar mismunandi og óskir viðskiptavinar, heildarskipulag eldhúss, lagnaleiðir og stærð rýmisins eru póstar í allri ákvarðanatöku.

via hative

The kitchen island works best in open spaces and the role it plays is decided my many factors, f.i. the customers wishes, the work triangle, and the overall shape of the room. These factors often decide whether to put the stove top or the sink in the island or to have it free of appliances to create a great worktop.

via the design chaser

Best finnst mér að sleppa eyjudraumum ef plássið færir okkur ekki almennilega eyjustærð eða að gangvegir verði of þröngir. Kubbaeyja er sjaldan falleg og ef eyjan er hreinlega fyrir þegar unnið er í eldhúsinu er engum árangri náð með henni. Myndir sem fylgja sýna brot af óendanlegum útfærslum eldhúseyjunnar.

via yellowtrace

If the space can not provide a decent size island or it creates narrow walkways I recommend skipping the island and finding another layout. A tiny and „chubby“  island is seldom pretty and if it blocks normal work walkways, we are better off without it. Photos show just a fragment of endless possibilities in kitchen island design.

via the room edit

via the design files

1 thought on “Eldhús skipulag – eyjan / Kitchen layout – the island

  1. Pingback: Eldhús skipulag : L / Kitchen layout : L | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published.