Eldhús skipulag – I / Kitchen layout – I

Flestir kannast við eldhúsþríhyrninginn sem á að passa upp á að fjarlægð milli vasks, helluborðs og kæliskáps verði aldrei of mikil. Enn er hannað út frá þessari hugmynd þó stundum teygist dálítið á þríhyrningnum. Hérna er þriðji pistillinn um eldhússkipulag og að þessu sinni tökum við fyrir svokallað I-eldhús, það er þegar innréttingar koma einungis upp að einum vegg.

Most people have heard of the kitchen triangle created to control the distance between the sink, stove and refrigerator. The triangle is still being used as a guideline though we have seen it stretched a bit.  This is the third article about kitchen layouts and this time I cover the I-kitchen, when cabinets come up against one wall only.

Það er nokkuð ljóst að eldhúsþríhyrningurinn kemur ekkert að notum hér, hann yrði að einni línu. Þegar elhúsinnrétting er sett upp að einum vegg þá er mikilvægt að hlaupin út á sitt hvorn enda verði ekki of mikil. Ef lengd er mikil þarf að staðsetja kæliskáp, helluborð og vask í góðu samræmi við hvert annað.

It is clear that the kitchen triangle is not working for us in this layout, it would turn into one line. When kitchen cabinets come up against only one wall, it is important to place the fridge, stove and sink in relation to one another, to avoid constant running between ends. This is especially important when I-kitchens are long.

Þetta skipulag var og er oft notað í minni íbúðum eða studio íbúðum en nú má sjá marga kjósa þetta fyrirkomulag og setja stórt matarborð fyrir framan. Vissulega skemmtilegt en vinnulega séð er þetta þó ópraktískasta fyrirkomulagið ef veggur er of langur.

This layout was and is common in smaller flats or studio flats but lately we see that many are opting for this layout placing a large dining table in front. Surely beautiful but the one wall I-layout is the least practical kitchen layout if the wall is too long.

photo credits counted from above : 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10

Leave a Reply

Your email address will not be published.