Eldhúsvaskurinn / The kitchen sink

credit

Þegar velja skal nýjan eldhúsvask er mikilvægt að við hugsum um hvernig við notum hann. Flestir verða hálf undrandi þegar ég fer að spyrja út í þetta við hönnun á eldhúsi, því fæstir spá mikið í þessu. Vaskur er jú bara vaskur. En svo er alls ekki.

Það er enginn einn vaskur réttur fyrir alla en þó eru samnefnarar í notkun okkur á þeim sem vert er að hugsa um við val okkar á nýjum. Hinn mikið seldi stálvaskur, með einu stóru og einu litlu hólfi og stálbretti, er í rauninni ekki sá hentugasti  – fyrir flesta það er að segja. Brettið tekur oft of mikið af vinnuborðsplássinu, stóra hólfið er bara ekki nógu stórt og litla hólfið endar oftast sem geymslustaður uppþvottaburstans!

credit 1 & 2

When selecting a new kitchen sink it‘s important to think about how we use it. When designing a kitchen my clients tend to get a bit surprised when I ask about their thoughts on the sink, since most people don´t give it much thought. The sink is after all just a sink. But it is not.

There is no one sink right for everyone, no one size fits all,  but there are common denominators worth looking at when choosing a new sink. The popular stainless steel sink, with one big and one small compartment and a drainboard, is really not the most convenient one – for most people. The board often takes too much off the work space, the large compartment is just not big enough and the small one is too often used for the sole purpose of storing the dishwashing brush!

credit

Hver þekkir ekki snúningsaðferðirnar miklu með tilheyrandi vatnssulli til að ná öllum hornum þegar þrífa á ofnplöturnar í vaskinum? Eða hikið við að nota stóru skálina því það er svo leiðinlegt að þrífa hana í ekki-svo-stóra vaskinum þínum og hái blómavasinn sem þú þarft að halla til að fylla af vatni? Djúpur, stór vaskur er málið! Það er einnig kostur að blöndunartækið sé sveiflanlegt og með útdraganlegum sprautustút.

credit

Who doesn’t recognize the avid spinning and turning of the oven tray with water spraying everywhere when trying to wash all corners of it in the sink? Or the big bowl that you hardly use because you loath washing it in the not-so-big sink or the tall flower vase you have to hold at an angle to fill with water? We need a large and a deep sink! A clear benefit is having the tap with a swivelling spout and a pull-out hand-sprayer.

credit 1 & 2

Ef þið notið litla hólfið sem annað en geymslustað fyrir uppþvottaburstann þá er um að gera að fá sér einn lítinn við hliðina á þeim stóra. Sumir nota þennan vask í það sem hann á raunverulega að nýtast í, það er að segja sem grænmetisvask. Aðrir nota hann sem þurrkstað mjólkurfernunnar sem var skoluð fyrir endurvinnsluna. Hvoru tveggja góð rök fyrir einum litlum þar sem sá stóri notast mest í uppvaskið eða sem millilendingarpallur óhreinna diska á leið í uppþvottavélina.

credit

If you do use the small sink for other purposes than storing the dishwasher brush you should get a  a small one next to the big. Some use this sink as its original purpose, that is to say as a vegetable sink. Others use it to dry the rinsed milk carton for recycling. Both good arguments to add a small sink next to the large one, most often used to clean the dishes or as a transit platform for dirty dishes on the way into the dishwasher.

credit 1 & 2

credit

Uppþvottavélin tekur við nánast öllu í dag; diskum, glösum, pottum, skálum og hnífapörum. Þó er alltaf eitthvað sem þarf að vaska upp eins og pönnur eða hlutir sem gætu skemmst í uppþvottavélinni. Þá þykir sumum gott að geta sett blauta uppvaskaða hluti beint á stálbrettið og látið vatnið renna af í rólegheitunum. Ef borðpláss er mikið kemur brettið ekki að sök en ef plássið er lítið þá þurrkið frekar jafnóðum eða notið færanlega þurrkgrind með bakka undir.

credit

Most all kitchen items  and tools can go into the dishwasher; dishes, glasses, pots, pans and utensils. Some items we like to wash in hand and some items are not suitable for the dishwasher.  The drainboard then becomes the place for the wet items to dry while we go and watch tv. If the work counter is large enough then fine, but if not I recommend drying the items right away or use a dish rack you can place in the cabinet when not used.

credit 1 & 2

Í dag er einnig hægt að kaupa alls kyns aukahluti fyrir vaskinn. Trébretti, þurrkgrind sem passar ofan í vaskinn, tuskuhaldara, grænmetisskúffur og fleira.

On today’s market there are all kinds of extra items available for the sink. Wooden boards, dish racks to fit into the sink, cloth holders, vegetable baskets and etc.

Áður en þið kaupið nýjan vask hugið að hvernig þið notið vaskinn, hvað pirrar ykkur við notkun þess gamla og hve mikið er plássið sem þið hafið.

Before purchasing a new kitchen sink consider how you use your sink, what annoys you with the shape and size of the one you have and how much space you have.

Leave a Reply

Your email address will not be published.