HönnunarMars 2016 / DesignMarch 2016

Nú er komið að því að kíkja í hönnunarkonfektkassann sem í boði er þetta árið. Ég er ein af þeim sem hef ekki tíma til að sjá allt eða mæta í öll opnunarteitin og því er mikilvægt að skipuleggja mig vel. HönnunarMars er með frábæra vefsíðu sem gefur góða yfirsýn sýninga.

It‘s time to check out  what DesignMarch has to offer this year. Since I have limited time (as usual) I need to organize myself and pick and choose. DesignMarch has a great website that gives a clear overview of exhibitions.

Hér eru þær sýningar sem ég ætla að sjá. Smellið endilega á feitletrað heiti hverrar sýningar og þá opnast sérgluggi með nánari upplýsingum.

Here are a few exhibitions worth seeing. Click on the highlighted exhibition name, change language from Icelandic to English in the upper right hand corner by the magnifying glass, to get information on the exhibition.

Íslensk húsgögn og hönnun í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sýnendur eru Syrusson, Agustav, Sólóhúsgögn, Zenus, Á.Guðmundsson, G.Á. húsgögn og Axis.

RE 7. Einnig í Hafnarhúsinu en hér sýnir hópur hönnuða nýjustu vörurnar sínar.

Falinn skógur. Verk 12 hönnuða með rekaviðinn sem efnivið. Ég sá ekki sýninguna í fyrra sem haldin var í Djúpavík á Ströndum og varð því glöð að sjá að í boði er smækkuð útgáfa sýningarinnar í Hannesarholti.

North Limited. Teymi hönnuða sem hafa náð að vekja á sér verðskuldaða athygli utan landsteina. Vörusýning í Hannesholti á Grundarstíg.

By hand er samsýning Further North, Pastelpaper og Finnsdóttur. Sýningin er í Snúrunni í Síðumúla.

 

Úr ólíkum áttum. Önnur samsýning hönnuða í Syrusson Hönnunarhúsi í Síðumúla. Hér verður margt skemmtilegt að sjá.

Íslensk hönnun í Epal, Skeifunni. Fjölbreyttur hópur hönnuða sýna verk sín þar. Einnig verða verk til sýnis eftir samvinnu íslenskra og danskra hönnuða undir heitinu Bylgjur.

Að lokum eru það tvær sýningar með erlendum hönnuðum sem ég spennt fyrir.

Innri garður. Undurfögur textílverk eftir Signe Emdal í Safnahúsinu.

Connecting Iceland.  Sænski listahópurinn Swedish Material Makers vinnur með gler, keramík, textíl og skart og sýnir verk sín í Norræna Húsinu.

Það er svo margt annað sem ég hefði gaman af að sjá og skoða og valið var erfitt núna. Nú þegar er listinn orðinn langur hjá mér og sé ég fyrir mér að ég verði hlaupandi á milli staða. Ég mæli hiklaust með að þið skoðið úrval sýninga á vefsíðu HönnunarMars og njótið listar og hönnunar þessa daga.

There are so many more shows I would like to see. My list is already long for my time slot and I know I‘ll probably be running between places. I urge you to visit DesignMarch website for your own choices and enjoy days of art and design.

Leave a Reply

Your email address will not be published.