How We Live

Bandaríski ljósmyndarinn og innanhússarkitektinn Marcia Prentice hefur ferðast um heiminn s.l. tvö ár og myndað heimili hönnuða og listamanna. Þessar ljósmyndir má nú finna í nýútgefinni bók sem ber heitið How we Live. Íslenski hönnuðurinn Auður Gná Ingvarsdóttir, sem  stofnaði hið flotta hönnunarmerki Further North, var heimsótt af Marciu og má því finna mynd af heimili Auðar í bókinni.

Marcia ferðaðist ein á milli 24 landa og heimsótti fjölmargar borgir, þar á meðal Mumbai, Beirut, Marrakesh, Amsterdam, Mexico City og okkar Reykjavík. Hún skoðar tengsl borganna við heimili hönnuðana. Fjölbreytileiki heimila er greinilega mikill en er mögulega einhver samnefnari milli heimila? Það verður gaman að komast að því þegar bókinni er flett.

The American photographer and interior designer, Marcia Prentice, has traveled around the world for the past two years to photograph homes of artists and designers. These photographs are now all compiled in one book, titled How We Live. Marcia visited the Icelandic designer Auður Gná Ingvarsdóttir to photograph her home for the book, but Auður has her own design brand called Further North, .

Marcia traveled by herself to 24 countries and visited numerous cities, including Mumbai, Beirut, Marrakesh, Amsterdam, Mexico City and our Reykjavík. She looks at the connection between the city and the home of the designer. The diversity of homes is obviously great but might we identify a common denominator between the homes? It will be interesting to find out when all the pages are turned.

Photos © 2015 Marcia Prentice

Hægt er að kaupa bókina hér /  The book can be purchased here : teNeues

© How We Live by Marcia Prentice, published by teNeues, € 39,90 – www.teneues.com

Leave a Reply

Your email address will not be published.