Íbúð í Belarus / An apartment in Belarus

Hönnunarstofan Nordes sá um breytingar á þessari íbúð í Borovliani, Belarus. Hönnunin vakti athygli mína þar sem mér þótti þetta einstaklega vel heppnuð blanda af því gamla og nýja.

Listar, rósettur og karmar gamla stílsins njóta sín vel með glænýju stílhreinu eldhúsi og nýju opnu alrými en veggir voru teknir niður til að mynda sameiginlegt rými fyrir eldhús,borðstofu og stofu. Húsgögnin fá sína blöndu líka en þarna má sjá klassísk hönnunarhúsgögn með nýjum. Sama má segja um húsmuni og lampa.

Nordes Design Group designed this apartment in Borovliani, Belarus. The design caught my attention since the mix of old and new is perfectly balanced. Moldings, rosettes and original framework highlight the clean and modern kitchen and the new open space plan with walls taken down to form one area with the kitchen, dining- and living room. The furniture are also a mix of vintage and new design items. The same goes for smaller home items and lamps.

Ég sá þessar myndir hjá Yellowtrace og í lok þeirrar færslu var spurning sem gerði það að verkum að ég leitaði aðstoðar hjá google. Svarið við spurningunni blasti við. Þetta eru allt tölvugerðar þrívíddar myndir!

Þegar ég vissi það fór ég að skoða þær aftur og sannarlega er hægt að sjá að svo sé, þó þær séu að mínu viti einstaklega vel gerðar.  Enda eru þær ekki gerðar til að plata neinn þar sem Nordes sérhæfir sig í þrívíddarmyndum af hönnun sinni og auglýsir það. Það auðveldar verkkaupa að sjá loka myndina en hönnunarkostnaður er að öllum líkindum afskaplega hár vegna tímans sem fer í hvert verk. Ég myndi þó gjarnan vilja sjá ljósmyndir af íbúðinni og bera saman við þrívíddarmyndirnar.

En sást þú strax að þetta eru tölvugerðar myndir?

I saw this apartment on the blog Yellowtrace and they asked a question that made me turn to google. The answer was there. These are all computer made 3D photos! Knowing that, I went back and looked at the photos and yes, it can be seen  – although they are, to my knowledge, well done. It is ok to see they are computer made since Nordes never intends to fool anyone. They advertise themselves as a design firm using 3D in their design work. A method that helps the customer to understand what he is getting but surely a pricey one. I would however like to see the end result, compare real photographs to the 3D photos. Did you notice right off that they are computer made?

Images courtesy of Nordes Design Group. Via Yellowtrace.

Leave a Reply

Your email address will not be published.