List í 365 daga / 365 Days of Art

Í dagatalinu List í 365 daga getur að líta verk 365 listamanna, hönnuða, ljósmyndara, kvikmyndagerðamanna og fleiri er tengjast íslenskri list og sköpun á einn eða annan hátt. Hver listamaður fær sem sagt sinn dag, sína síðu, þar sem verk hans er til sýnis í þessu skemmtilega almanaki.

Almanakið er prentað í stærðinni 28×33,5 cm og er 2,5 kg á þyngd. Sumum kann að þykja hentugt að hengja það upp á vegg eftir ársfjórðungum.

Þetta flotta verk kynnir íslenska list og hönnun með þeim skemmmtilega hætti að sýna eiganda dagatalsins nýtt verk á hverjum degi ársins. Það gladdi mig því mikið þegar ég fékk boð frá því metnaðarfulla fólki, sem hrinti þessari hugmynd af stað og gerði að veruleika, um að vera með í næsta dagatali fyrir árið 2016.

The calendar 365 Days of Art features work of artists, designers, photographers, filmmakers and many other creative beings connected to the Icelandic art and design scene. Every artist gets their own day, their own page, showcasing their creative work in this marvelous calendar.

The calendar is printed in the size 28×33,5 cm and weighes 2,5 kg. Some might prefer to hang it on the wall by the quarters.

This is a splendid idea to introduce and showcase Icelandic art and design and the buyer gets to enjoy a new art or design work every day of the year. I am happy to announce that my work will be featured in the 2016 calendar and I was very glad for the invite by the founders of this ambitious idea.

Hér fást dagatölin fyrir árið 2014 & 2015 / Here you can buy the 2014 & 2015 calendar : List 365

Leave a Reply

Your email address will not be published.