Litur ársins / Color of the year

Pantone kom öllum á óvart núna. Ekki endilega með val á lit heldur fremur að tveir litir voru valdir sem litur ársins 2016 (já, þeir halda eintölunni). Það var vitað að sá bleiki væri stígandi í vinsældum, það er að segja þessi mjúki, hlýji og mildi bleiki litur sem Pantone kallar Rose quarts. Við hlið þess bleika völdu þeir kaldan ljós bláan sem þeir nefna Serenity.Tveir litir kynntir sem Pantone litur ársins 2016.

Pantone vill ná fram ró og jafnvægi til að vega á móti stressi og hávaða sem einkennir samfélag okkar í dag. Einnig benda þeir á að jafnræði lita sé að aukast án tilvísunar í kyn, m.ö.o. er línan milli stráka og stelpna lita að verða óljósari. Myndbandið hér að neðan skýrir þetta vel.

Pantone surprised everyone this year. Not by their choice of color but rather that they picked two colors as the color of the year 2016 (yes, they keep it singular). It was known that the pink one was rising in popularity, that is the soft,calm and warm pink called Rose quarts by Pantone. By its side they pair a cool light blue named Serenity. Two colors introduced by Pantone as the color of the year for 2016.

Pantone wants to create a calmness and balance in the hectic world of stress and noise we live in. They also point out the growing gender equality in colors, the line between feminine and masculine colors is fading. See the video above.

En hvernig á nú að nota þessa liti (afsakið, þennan lit) á heimilum okkar? Vissulega er hægt að nota þá báða eins og Pantone mælir með en ég færi varlega í það. Með þeim þarf að blanda hlutlausum jarðlitum svo rýmin verði ekki barnaleg (nema að þið séuð að breyta barnaherbergi – þá er allt í fína lagi). Hafið í huga að þessa liti má að sjálfsögðu nota staka og persónulega er ég hrifnari af því.

But how should we use these colors (sorry, this color)in our homes? Both can be used in one room as Pantone recommends but be careful. We have to mix neutral colors with them so we won’t end up with a childlike room (unless you are redoing the kids room – then you‘re ok). Keep in mind that these colors can be used separate and I have to admit that I prefer that.

Þið getið lesið færslu um bleika liti hér / You can read more about the pink color here

images : 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11

Leave a Reply

Your email address will not be published.