U-eldhús / U-kitchen

Fjórði og næst síðasti pistillinn um eldhússkipulag fjallar um U-eldhús. Það er þegar innréttingar koma upp að þremur veggjum og mynda bókstafinn U.  Lengi var þetta vinsælasta uppröðunin enda myndar þetta skipulag afar hagkvæmt og gott vinnuumhverfi. Allt er við höndina.

The forth and second to last article about kitchen layouts covers the U-kitchen. A layout with cabinets on three walls forming the letter U. This was the most popular layout  (in Europe) for a long time and rightfully so since it gives a practical and ergonomic work zone. Everything is within reach.

Ástæður þess að þetta skipulag fór að breytast er einfaldlega breyting á lifnaðar- og starfsháttum, fjölskyldumynstri, menningu og siðum. U-eldhúsin voru yfirleitt með þröngum gangi á milli eininga þar sem oftast var gert ráð fyrir einni manneskju að störfum (okei – einni konu) og voru oft á tíðum fremur lokuð með notkun þriggja veggja eins og heitið U gefur til kynna. Nú vilja fæstir húka einir í eldhúsinu og þykir sjálfsagt mál að fleiri en einn sjái um eldamennsku eða frágang og undirbúningstími kvöldmatsins er orðinn dýrmætur fjölskyldutími.

The reason this layout got less popular are the changes in how we live and work,the changes of family size and pattern,culture and habits. The U-kitchens often had a rather narrow walkway designed with one person in mind ( okei – one woman)  and were enclosed with three walls – hence the name U. Nowadays  less people want to feel alone and enclosed in the kitchen and it has become common for more then one to work at meal preps or washing dishes. The time slot when dinner is prepared has now become a valuable family time so interaction is important.

U-eldhúsin hafa þó alls ekki dottið upp fyrir en yfirleitt hanna ég þau með smá „twisti“. Stundum set ég breiðari gang milli eininga, mögulega sleppi ég að setja einingar á stutta endavegginn eða útfæri U-ið í G-eldhús með áfastri eyju er snýr út í alrými. Allt fer auðvitað eftir því rými sem unnið er með.

The U-kitchen has not disappeared but usually I design it with a twist. The walkways may be wider, I might skip putting cabinets on the shorter wall at the bottom of the U or I redesign the U into a G, with an open island attached to one wall. All depending on the space I have to work with.

photo credits counted from above 01 02 03 04 05 06 07 08 09

Leave a Reply

Your email address will not be published.