Á Álftanesi, á einstökum útsýnisstað, er þetta fallega hús þar sem birtan fær að flæða inn um stóra glugga og út um þá sést friðsæl náttúran og fjölbreytt fuglalíf. Húsið að innan var allt hannað í nánu samstarfi við eigendur.
Í stóra alrýminu er eldhús, borðstofa og stofa og fyrir ofan stofu leiða tröppur þig upp í útsýnisstofu og út á stórar svalir. Inn af eldhúsi er búr. Sérsmíðaðar innréttingar eru hvítar, plankaparket á gólfi í bland við stórar 60×60 flísar. Corian borðplötur í eldhúsi og baðherbergjum.
Höfuðgafl rúmsins í hjónaherberginu var gerður úr svörtum leðurflísum og náttborðin vegghengd. Beggja megin við rúm er aðgengi inn í fataherbergi.
This house sits on a beautiful spot in Álftanes where the view is incredible, where natural light floods in through the windows but looking out you see nature, birds and the sea. The kitchen, dining and living room is all in one open space and above the living room the stairs lead up to a viewing room and a large balcony. All interiors are custom built and the whole house was designed in a great cooperation with owners.