Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading
Tag Archives: bedroom
6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement
Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Nóg að gera / Plenty to do
Nú er mánuður eftir af sumrinu og verkefnin hrannast inn. Ekki komast fleiri verkefni að hjá mér fyrr en um miðjan október miðað við stöðu dagsins í dag. Vegna mikilla anna þá mætir bloggið mitt afgangi eins og það hefur gert þetta sumar. Continue reading
Rúm upp að gluggum / Beds against windows
Að staðsetja rúmin upp að gluggum getur verið góð lausn og stundum besta skipulagslausnin. Við erum óvön þessu og viljum helst ekkert hafa upp við glugga. Continue reading
Svefnherbergi / Bedroom
Mars mánuður hefur verið annríkur. Verkefnin mörg og stór og flensan setti strik í reikning skipulagsfríksins. En flensan er einmitt ástæða þessarar færslu. Þar sem ég eyddi talsverðum tíma undir sæng í rúminu gat ég ekki annað en glaðst yfir hve vel mér líður í svefnherberginu mínu. Continue reading
Karlavägen 76
Allar íbúðir við Karlavägen 76 í Stokkhólmi voru keyptar og gerðar upp í svipuðum stíl af verktakafyrirtækinu Oscar Properties og svo settar aftur á sölu. Gæði og lúxus einkenna íbúðir í þessum stigagangi þar sem carrara marmari, hvíttað plankaparkett, látún og gráar innréttingar upp að hvítum veggjum er gegnumgangandi þema í húsinu. Continue reading