Mig langar að benda lesendum mínum, íslenskum sem erlendum, á vefsíðu sem er með það eitt að markmiði að sýna íslensk heimili. Continue reading
Category Archives: Inspiration
6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement
Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Íbúð í Belarus / An apartment in Belarus
Hönnunarstofan Nordes sá um breytingar á þessari íbúð í Borovliani, Belarus. Hönnunin vakti athygli mína þar sem mér þótti þetta einstaklega vel heppnuð blanda af því gamla og nýja. Continue reading
Fimm ráð við uppröðun húsmuna / Five tips on arranging accessories
Vissulega eru til merkilegri aðgerðir en uppröðun húsmuna á heimilinu en það verður þó að segjast að rétt uppröðun þeirra getur gerbreytt útliti húsgagnsins sem þeir standa á og einnig fært meiri athygli á munina sjálfa. Þú færð vonandi stíliseringu í takt við flottustu myndir í innanhússtímaritum með eftirfarandi ráðum. Continue reading
Gull & látún / Gold & brass
Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading
Við skiptum máli / We matter
Þú skiptir máli. Ég skipti máli. Við skiptum máli. Það sem við gerum skiptir máli.
Hvernig get ég sett inn hönnunarfærslu eftir atburðina í París án þess að hún virki léttvæg og yfirborðskennd? Continue reading
How We Live
Bandaríski ljósmyndarinn og innanhússarkitektinn Marcia Prentice hefur ferðast um heiminn s.l. tvö ár og myndað heimili hönnuða og listamanna. Þessar ljósmyndir má nú finna í nýútgefinni bók sem ber heitið How we Live. Íslenski hönnuðurinn Auður Gná Ingvarsdóttir, sem stofnaði hið flotta hönnunarmerki Further North, var heimsótt af Marciu og má því finna mynd af heimili Auðar í bókinni. Continue reading
Regnboga herbergi / Rainbow rooms
Lyceum
Þau einfaldlega klikka ekki! Oscar Properties er enn og aftur að setja á markað fallegar og vandaðar íbúðir í Stokkhólmi, að þessu sinni í byggingu sem var hluti af Konunglega Tækniháskólanum. Continue reading
Hringlaga speglar / Round mirrors
Ég er ein af þeim sem gladdist endurkomu hringlaga speglna. Meira að segja þegar allir speglar áttu að vera með 90 gráðu horn þá hugsaði ég til þeirra, svona í laumi. Nú eru nokkur ár síðan kringlóttu speglarnir urðu hluti af tískunni og enn eru þeir vinsælir.