Persónuupplýsingar

Meðferð persónuupplýsinga

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra, lýtur lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“) þ.m.t. persónuverndarreglugerð ESB 679/2016.

Lögð er áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Leitast er við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safna ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Hvaða upplýsingum er safnað um þig?
Þær upplýsingar sem þú lætur í té eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að efna samningsskyldur gagnvart þér (veita umbeðna þjónustu). Þegar þú nýtir þér þjónustuna þá getur verið að safnað sé eftirfarandi upplýsingum:

  • Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, netfang, kennitölu og símanúmer
  • Upplýsingar um vöru eða þjónustu – upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem þú kaupir af mér

Einstaklingar og skipulagsheildir geta sent fyrirspurnir um þjónustu í gegnum heimasíðuna. Það er ekki safnað upplýsingum um fótspor á síðunni (e. cookies) sérstaklega.

Hvaða er gert við upplýsingarnar?

Þær upplýsingar sem er safnað eru nýttar til þess að framkvæma þjónustu. Þannig er safnað þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að efna samningssamband eða til að svara fyrirspurnum þínum.

Upplýsingum er ekki deilt með öðrum en þeim sem taka að sér tiltekna vinnslu upplýsinga til að uppfylla samningssambandið og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er t.d. bókhaldsþjónustu við útgáfu reikninga.

Fluttar eru fréttir og miðlað upplýsingum um innanhússhönnun á heimasíðunni. Upplýsingarnar eru að öllu jöfnu ekki persónugreinanlegar. Óskað er samþykkis viðkomandi áður en upplýsingar eru birtar ef fjallað er á sértækan hátt um einstaklinga eða fyrirtæki ef upplýsingarnar eru ekki þá þegar opinberar. Aðilar geta á hverjum tíma óskað eftir að upplýsingum um viðkomandi verði eytt af heimasíðunni.

Hvar eru upplýsingarnar geymdar og hversu lengi?

Gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er til að uppfylla samningssambandið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *