Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig. Continue reading
Tag Archives: mirror
Leiguhús í Atlanta / A rental in Atlanta
Í bandarísku borginni minni, Atlanta, þar sem ég lærði, vann og bjó í sjö ár, eru fullt af fallegum, eldri leiguhúsum í boði. Ég sjálf leigði nokkur en á þessum sjö árum bjó ég, hvorki meira né minna, á fimm mismunandi stöðum! Reyndar sex, ef við tökum með það eina ár sem ég var í fylkinu Alabama. Þá liðu árin hægar en nú. Hér er að sjá eitt af mörgum leiguhúsum sem í boði eru, en við skoðun á myndunum þótti mér gaman að sjá ýmis atriði sem ég gat tengt beint við bloggfærslur sem ég hef skrifað um húsgagnauppröðun og stíliseringu. Ég vísa því í þær færslur við hverja mynd með því að feitletra titla færslanna. Það er óhætt að smella á krækjuna því það opnar nýjan glugga og heldur þessari síðu opinni. Continue reading
Hringlaga speglar / Round mirrors
Ég er ein af þeim sem gladdist endurkomu hringlaga speglna. Meira að segja þegar allir speglar áttu að vera með 90 gráðu horn þá hugsaði ég til þeirra, svona í laumi. Nú eru nokkur ár síðan kringlóttu speglarnir urðu hluti af tískunni og enn eru þeir vinsælir.
Karlavägen 76
Allar íbúðir við Karlavägen 76 í Stokkhólmi voru keyptar og gerðar upp í svipuðum stíl af verktakafyrirtækinu Oscar Properties og svo settar aftur á sölu. Gæði og lúxus einkenna íbúðir í þessum stigagangi þar sem carrara marmari, hvíttað plankaparkett, látún og gráar innréttingar upp að hvítum veggjum er gegnumgangandi þema í húsinu. Continue reading