Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading
Category Archives: Living area
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Íbúð í Belarus / An apartment in Belarus
Hönnunarstofan Nordes sá um breytingar á þessari íbúð í Borovliani, Belarus. Hönnunin vakti athygli mína þar sem mér þótti þetta einstaklega vel heppnuð blanda af því gamla og nýja. Continue reading
Leiguhús í Atlanta / A rental in Atlanta
Í bandarísku borginni minni, Atlanta, þar sem ég lærði, vann og bjó í sjö ár, eru fullt af fallegum, eldri leiguhúsum í boði. Ég sjálf leigði nokkur en á þessum sjö árum bjó ég, hvorki meira né minna, á fimm mismunandi stöðum! Reyndar sex, ef við tökum með það eina ár sem ég var í fylkinu Alabama. Þá liðu árin hægar en nú. Hér er að sjá eitt af mörgum leiguhúsum sem í boði eru, en við skoðun á myndunum þótti mér gaman að sjá ýmis atriði sem ég gat tengt beint við bloggfærslur sem ég hef skrifað um húsgagnauppröðun og stíliseringu. Ég vísa því í þær færslur við hverja mynd með því að feitletra titla færslanna. Það er óhætt að smella á krækjuna því það opnar nýjan glugga og heldur þessari síðu opinni. Continue reading
Lyceum
Þau einfaldlega klikka ekki! Oscar Properties er enn og aftur að setja á markað fallegar og vandaðar íbúðir í Stokkhólmi, að þessu sinni í byggingu sem var hluti af Konunglega Tækniháskólanum. Continue reading
Skrýtnu hornin / The odd corners
Er autt horn heima hjá þér sem virkar tómlegt en þú veist ekki hvað ætti að fylla það? Hér eru sex hugmyndir fyrir einmitt þannig horn.
Do you have an empty corner in your home that looks a bit naked but you don’t know what to do with? Here are six ideas for just that corner. Continue reading
Vertu djörf/djarfur – prófaðu gulan / Be bold – try yellow
Gult út í sinnepsgult er algjörlega málið fyrir þá sem þora. Þar sem liturinn er sterkur og dregur að athygli þá er gott að hafa í huga að nota hann sparlega. Continue reading
Mynd vikunnar / Photo of the week
Þessi mynd heillaði mig strax og þó ég hefði valið aðra húsgagnablöndu og raðað þeim öðruvísi upp þá get ég ekki neitað því að rýmið í heild er töff. Continue reading
Bemz
Áttu Ikea sófa með þreyttu áklæði eða ertu að kaupa nýjan en vilt annað áklæði en Ikea býður upp á? Viltu einstakan sófa? Skoðaðu þá Bemz.
Mottustærð / Rug size
Mottustærð og staðsetning skiptir máli! Hér sjáið þið fyrir og eftir mynd af stofu sem sýnir vel hvaða áhrif ein motta getur haft á rými. Sömu útveggir, svipuð húsgagnauppröðun en stærðarmunur á mottunni og nýir íbúðareigendur.
Fyrir / Before