Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig. Continue reading
Category Archives: Dining area
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement
Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Íbúð í Belarus / An apartment in Belarus
Hönnunarstofan Nordes sá um breytingar á þessari íbúð í Borovliani, Belarus. Hönnunin vakti athygli mína þar sem mér þótti þetta einstaklega vel heppnuð blanda af því gamla og nýja. Continue reading
Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar
Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.
Lyceum
Þau einfaldlega klikka ekki! Oscar Properties er enn og aftur að setja á markað fallegar og vandaðar íbúðir í Stokkhólmi, að þessu sinni í byggingu sem var hluti af Konunglega Tækniháskólanum. Continue reading
Skrýtnu hornin / The odd corners
Er autt horn heima hjá þér sem virkar tómlegt en þú veist ekki hvað ætti að fylla það? Hér eru sex hugmyndir fyrir einmitt þannig horn.
Do you have an empty corner in your home that looks a bit naked but you don’t know what to do with? Here are six ideas for just that corner. Continue reading
Bemz
Áttu Ikea sófa með þreyttu áklæði eða ertu að kaupa nýjan en vilt annað áklæði en Ikea býður upp á? Viltu einstakan sófa? Skoðaðu þá Bemz.
Þrír stílistar, ein íbúð / Three stylists, one apartment
Sænska fasteignasalan Fastighetsbyrån bað þrjá stílista að innrétta sömu íbúðina og útkoman sýnir að það er ekki til ein rétt leið þegar kemur að uppröðun eða húsgagna- og litavali. Continue reading
Lampar í grúppu / Group of lamps
Einn lampi lofthengdur yfir borðstofuborð, stundum tveir ef borðið er langt. Þetta þekkja flestir. Hvað með að prófa að setja nokkra saman í grúppu Continue reading