2017

Gleðilegt ár, kæru lesendur.  Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með skrifum mínum sem þó hafa verið stopul seinni hluta árs vegna anna í vinnu. Nú tek ég upp þráðinn við ykkur aftur og stefni að reglulegum bloggskrifum en þó með lengra millibili en ég remdist við á síðasta ári.

Það verður aukning hjá mér af skrifum sem vísa á aðrar vefsíður, ég held ráðleggingum og ábendingum áfram sem og sýni heimili sem mér þykja vel hönnuð og falleg. Maðurinn minn gaf mér flotta myndavél í jólagjöf svo nú get ég sjálf tekið myndir af minni verkum og sýnt ykkur. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að nýta mér fagaðstoð þegar mynda skal stærri verk.

Ég vona að árið 2017 verði ykkur öllum gott og skemmtilegt.

photocredit : elledecoration

Happy New Year, dear readers. Thank you for following my blog although I’ve hardly written much since last summer due to work overload. I will now pick up where I left off and start blogging again on a regular basis but with a longer time period between entries. This is necessary to keep my balance between work and family.

There will be an increase in writings that lead to other bloggsites, my advice and tips will continue and I’ll show homes that I think are well designed and beautiful. My husband gave me a pro camera for Christmas so now I can photograph smaller projects and show you. For projects bigger in scale I will certainly stick with pro photographers.

I hope 2017 will bring you kindness and joy.

photocredit : my domain

Fimm ráð við uppröðun húsmuna / Five tips on arranging accessories

Vissulega eru til merkilegri aðgerðir en uppröðun húsmuna á heimilinu en það verður þó að segjast að rétt uppröðun þeirra getur gerbreytt útliti húsgagnsins sem þeir standa á og einnig fært meiri athygli á munina sjálfa.  Þú færð vonandi stíliseringu í takt við flottustu myndir í innanhússtímaritum með eftirfarandi ráðum. Continue reading

How We Live

Bandaríski ljósmyndarinn og innanhússarkitektinn Marcia Prentice hefur ferðast um heiminn s.l. tvö ár og myndað heimili hönnuða og listamanna. Þessar ljósmyndir má nú finna í nýútgefinni bók sem ber heitið How we Live. Íslenski hönnuðurinn Auður Gná Ingvarsdóttir, sem  stofnaði hið flotta hönnunarmerki Further North, var heimsótt af Marciu og má því finna mynd af heimili Auðar í bókinni. Continue reading

List í 365 daga / 365 Days of Art

Í dagatalinu List í 365 daga getur að líta verk 365 listamanna, hönnuða, ljósmyndara, kvikmyndagerðamanna og fleiri er tengjast íslenskri list og sköpun á einn eða annan hátt. Hver listamaður fær sem sagt sinn dag, sína síðu, þar sem verk hans er til sýnis í þessu skemmtilega almanaki.

Continue reading