Innstungur / Power sockets

Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading

Gull & látún / Gold & brass

Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading

Blandaðir málmar / Mixed metals

Enn heldur málmveislan áfram samkvæmt hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó og enginn einn málmur eða málmlitur er meira áberandi en annar. Gylltar vörur, kopar vörur og silfraðar, hvort sem um er að ræða ál, stál eða króm. Kíkið á þessar vörur sem sýndar voru á sýningunni þetta ár.

The metal feast is still going strong according to the design fair Salone del mobile in Milan and no one metal or metal color is more dominant  than any other. Products out of copper and brass, as well as silver, be it aluminum, chrome or steel. Take a look at these products from the Milan show 2015. Continue reading

HönnunarMars 2015 / DesignMarch 2015

HönnunarMars er NÚNA, frábær árlegur viðburður sem snertir marga fleti hönnunar. Þetta ár hef ég minni tíma en áður til að sækja fyrirlestra, opnunarboð og sýningar og mun því skipuleggja daginn sem ég hef til skoðunar afar vel. Sem er nokkuð auðvelt að gera með því að nota dagskár flipann á vefsíðunni hönnunarmars.is.  Reynið endilega að kíkja á þessa hátíð hönnuða sem haldin er nú í sjöunda sinn. Continue reading

Masters, Kartell

Masters stóllinn frá Kartell er að mínu mati listaverk en Philippe Starck setti saman þrjá heimsfræga hönnunarstóla í einn. Ef grannt er athugað má sjá útlínur Sjöu Arne Jacobsen, Tulip stól Eero Saarinen og Eiffel stól Charles Eames. Nafn stólsins, Meistarar (Masters), er því afar viðeigandi. Continue reading