Það er ekkert lát á eftirspurn lítilla íbúða. Naumhyggjan er í fyrirrúmi og söfnunarárátta á undanhaldi. Nú á að búa smátt og eiga lítið. Litlar íbúðir kosta minna og rekstrarkostnaður lægri. Fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinum þá er þessi hugmynd góð, geranleg og nauðsynleg. Continue reading
Category Archives: Architecture & Design
Stavanger
Stavanger í Noregi,sem oft er kölluð olíu höfuðborg Noregs,er skemmtileg borg með blöndu af nýjum og gömlum arkitektúr. Ég er nýkomin þaðan þar sem ég heimsótti íslenska vinkonu sem býr þar og starfar. Continue reading
HönnunarMars 2016 / DesignMarch 2016
Nú er komið að því að kíkja í hönnunarkonfektkassann sem í boði er þetta árið. Ég er ein af þeim sem hef ekki tíma til að sjá allt eða mæta í öll opnunarteitin og því er mikilvægt að skipuleggja mig vel. HönnunarMars er með frábæra vefsíðu sem gefur góða yfirsýn sýninga. Continue reading
Gull & látún / Gold & brass
Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading
How We Live
Bandaríski ljósmyndarinn og innanhússarkitektinn Marcia Prentice hefur ferðast um heiminn s.l. tvö ár og myndað heimili hönnuða og listamanna. Þessar ljósmyndir má nú finna í nýútgefinni bók sem ber heitið How we Live. Íslenski hönnuðurinn Auður Gná Ingvarsdóttir, sem stofnaði hið flotta hönnunarmerki Further North, var heimsótt af Marciu og má því finna mynd af heimili Auðar í bókinni. Continue reading
Lyceum
Þau einfaldlega klikka ekki! Oscar Properties er enn og aftur að setja á markað fallegar og vandaðar íbúðir í Stokkhólmi, að þessu sinni í byggingu sem var hluti af Konunglega Tækniháskólanum. Continue reading
Verkheiti / Project name : E10
Einbýli í Reykjavík var tekið alveg í gegn að innan með nýju skipulagi, nýjum innréttingum, gólfefnum og nýrri lýsingu. Markmiðið var að fá fjölskylduvænt hús, hlýlegt og heimilislegt.
This house in Reykavík underwent a complete renovation. New space plans, new cabinetry, flooring and lighting. The goal was to get a a family oriented house with a warm and homey feeling. Continue reading
Uppgert hús í Singapúr / A renovated home in Singapore
Með verslun eða fyrirtæki á jarðhæðinni og heimili á annarri til þriðju hæð, hús þar sem bæði var unnið og búið í, fékk nafnið verslunarhús. Þessi hús voru byggð vegna mikillar fjölgun íbúa um miðja 19.öld á eyjunni smáu Singapúr. Mjó og löng hús byggð þétt saman í röð. Hér er eitt af þessum húsum sem var gert upp af Chang arkitektum fyrir parið Ching Ian og Yang Yeo. Continue reading
Murcia- nýtt á gömlu / new meets old
Hér hefur allt verið rólegt í nokkurn tíma en ég stakk mér í frí til Spánar og ákvað að hafa það frí algjört. Sem sagt engin vinna, engin ( eða fá) símtöl, tölvupóstar biðu og ekkert bloggað. Nú er ég sem sagt komin aftur og það er viðeigandi og skemmtilegt að fyrsta færsla eftir frí sýnir einstaka byggingu frá borg sem er ekki langt frá því svæði sem ég var á. Stílhrein viðbygging í afar þéttbyggðu og hefðbundnu hverfi í borginni Murcia á Spáni. Continue reading
Ísbúðin Laugalæk / Reykjavík Sausage Company
Þetta er engin venjuleg ísbúð, þetta er heldur engin venjuleg pylsubúð. Í Ísbúðinni Laugalæk er þó hægt að fá bæði pylsur og ís. Tröllapylsurnar eru án allra aukaefna og framleiddar af eigendum í anda þýskra bratwurst pylsna. Continue reading