Uppgert hús í Singapúr / A renovated home in Singapore

Með verslun eða fyrirtæki á jarðhæðinni og heimili á annarri til þriðju hæð, hús þar sem bæði var unnið og búið í, fékk nafnið verslunarhús. Þessi hús voru byggð vegna mikillar fjölgun íbúa um miðja 19.öld á eyjunni smáu Singapúr. Mjó og löng hús byggð þétt saman í röð. Hér er eitt af þessum húsum sem var gert upp af Chang arkitektum fyrir parið Ching Ian og Yang Yeo. Continue reading

Murcia- nýtt á gömlu / new meets old

Hér hefur allt verið rólegt í nokkurn tíma en ég stakk mér í frí til Spánar og ákvað að hafa það frí algjört. Sem sagt engin vinna, engin ( eða fá) símtöl, tölvupóstar biðu og ekkert bloggað. Nú er ég sem sagt komin aftur og það er viðeigandi og skemmtilegt að fyrsta færsla eftir frí sýnir einstaka byggingu frá borg sem er ekki langt frá því svæði sem ég var á. Stílhrein viðbygging í afar þéttbyggðu og hefðbundnu hverfi í borginni Murcia á Spáni. Continue reading