Litir við Como vatn / Colors by Lake Como

Við Como vatn á Ítalíu standa mörg falleg hús og eitt þeirra á Stefano Guidotti hönnuður hjá ítalska húsgagnaframleiðandanum Baxter og áklæðaframleiðandum IMATEX. Það sem einkennir heimilið eru dökkir og dramatískir litir fengnir úr mynstruðum flísum á gólfinu. Flísarnar á gólfinu eru lagðar eins og risatórar gólfmottur. Þetta kallast að þora og ná árangri. Continue reading

Bleikur / Pink

Pastellitir hafa verið að ryðja sér rúms á heimilum á ný. Fölbleikur litur er til dæmis orðinn áberandi á myndum innanhússstílista. Hann er fallegur með dökkgráum litum og brúnum tónum en líka sem „pop-up“ litur þar sem svart-hvíta þemað er annars allsráðandi. Hann gengur við nánast allt. Nú á þessi litur ekki lengur heima einungis í barnaherbergjum Continue reading

Svartur / Black

Gulur, rauður, grænn og blár og þá er SVARTUR næstur á dagskrá. Svartir sófar,stólar og ljósmyndarammar eru algengir en það þarf hugrekki og góða heildarsýn þegar mála á alla veggi svarta. Svo ég tali nú ekki um þegar innréttingar eru svartar á móti svörtum veggjum og loftin eru líka svört.   Continue reading