Við Como vatn á Ítalíu standa mörg falleg hús og eitt þeirra á Stefano Guidotti hönnuður hjá ítalska húsgagnaframleiðandanum Baxter og áklæðaframleiðandum IMATEX. Það sem einkennir heimilið eru dökkir og dramatískir litir fengnir úr mynstruðum flísum á gólfinu. Flísarnar á gólfinu eru lagðar eins og risatórar gólfmottur. Þetta kallast að þora og ná árangri. Continue reading
Tag Archives: color
Svefnherbergi / Bedroom
Mars mánuður hefur verið annríkur. Verkefnin mörg og stór og flensan setti strik í reikning skipulagsfríksins. En flensan er einmitt ástæða þessarar færslu. Þar sem ég eyddi talsverðum tíma undir sæng í rúminu gat ég ekki annað en glaðst yfir hve vel mér líður í svefnherberginu mínu. Continue reading
Regnboga herbergi / Rainbow rooms
Vertu djörf/djarfur – prófaðu gulan / Be bold – try yellow
Gult út í sinnepsgult er algjörlega málið fyrir þá sem þora. Þar sem liturinn er sterkur og dregur að athygli þá er gott að hafa í huga að nota hann sparlega. Continue reading
Mynd vikunnar / Photo of the week
Ég viðurkenni að ég hefði aldrei valið þennan vegglit með þeim lit sem notaður er á hurð og gerekti. En það er einhver Continue reading
Bleikur / Pink
Pastellitir hafa verið að ryðja sér rúms á heimilum á ný. Fölbleikur litur er til dæmis orðinn áberandi á myndum innanhússstílista. Hann er fallegur með dökkgráum litum og brúnum tónum en líka sem „pop-up“ litur þar sem svart-hvíta þemað er annars allsráðandi. Hann gengur við nánast allt. Nú á þessi litur ekki lengur heima einungis í barnaherbergjum Continue reading
Fjóluð orkídea / Radiant Orchid
Það er lagið Gulur, rauður, grænn og blár sem hefur stjórnað röðinni á litapistlunum mínum. Næstur í röðinni er því fjólublár en það er einmitt afbrigði af honum sem er litur ársins 2014 samkvæmt Pantone Color Institute.
Hvítur / White
Hvítur er vinsæll litur hér á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Það er viðeigandi að fjalla um þann hvíta þegar stutt er til jóla því flest viljum við sjá hvítan jólasnjó falla á aðfangadegi. Continue reading
Svartur / Black
Gulur, rauður, grænn og blár og þá er SVARTUR næstur á dagskrá. Svartir sófar,stólar og ljósmyndarammar eru algengir en það þarf hugrekki og góða heildarsýn þegar mála á alla veggi svarta. Svo ég tali nú ekki um þegar innréttingar eru svartar á móti svörtum veggjum og loftin eru líka svört. Continue reading
Blár / Blue
Blár er litur hafs og himins, tenging við víðáttu og óendanleika og tákn sannleikans í fræðum kristinnar. Hann er algengur sem vegglitur í strákaherbergjum en eins og myndir í þessari færslu sýna þá eru til ótal fleiri, frumlegri og skemmtilegri notkunar möguleikar. Continue reading