Bleikur / Pink

Pastellitir hafa verið að ryðja sér rúms á heimilum á ný. Fölbleikur litur er til dæmis orðinn áberandi á myndum innanhússstílista. Hann er fallegur með dökkgráum litum og brúnum tónum en líka sem „pop-up“ litur þar sem svart-hvíta þemað er annars allsráðandi. Hann gengur við nánast allt. Nú á þessi litur ekki lengur heima einungis í barnaherbergjum heldur í hvaða herbergi sem er. Hann er notaður sem vegg- og húsgagnalitur eða í púðum eða mottum sem dæmi. Galdurinn við notkun hans er að hafa einfaldleikann að leiðarljósi og hugsa um samspil litsins við aðra liti. Fölbleikur litur er kominn í fullorðinna tölu og vaxinn upp úr því að vera stelpulitur enda á að forðast út frá fagurfræðilegum ekki síður en kynjafræðilegum sjónarmiðum að tengja liti við kynin, því að það gerir ekkert nema að takmarka möguleikana á notkun þeirra.

Pastel colors are becoming a hot interior trend again.  An increase in the use of pale pink f.i. is noticeable in the photos from interior stylists. Pale pink goes well with dark grey’s and brown shades but also as a pop-up color in an all black and white theme. It goes with pretty much anything. This color does not belong  only in the children’s bedrooms anymore but wherever one pleases. It is used as a wall or furniture color or we see pale pink cushions or rugs. The trick, when pale pink is used, is to keep it simple and bear in mind the overall color combination in a room. This color has grown up and should not be thought of as a girlish color. From an aesthetic point of view as well as from a gender perspective we should avoid giving colors gender labels since it only limits our range of choices.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                     Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

 

One thought on “Bleikur / Pink

  1. Pingback: Litur ársins / Color of the year | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *