Verslun og vörur : Bazaar Reykjavík

Bazaar Reykjavík er í Kópavogi! Verslun sem ég mæli með að þið heimsækið því þarna er fullt af skemmtilegum vörum fyrir heimilið. Ég valdi hér nokkrar vörur til að sýna ykkur.

Art up hankarnir eru flottir. Stórir hankar sem virka vel fyrir nokkur herðatré, handtöskuna eða trefla og slæður. 10 mismunandi áprentanir eru í boði.

Spegla skápar inn í litlar forstofur, baðherbergi eða jafnvel inn í unglingaherbergin. Þegar speglinum er snúið koma litlar hillur í ljós. Tilvalin eining fyrir allt smádótið okkar.

Hjá Bazaar fást hengirúmin frá Cacoon. Einstaklega þægileg og rúmgóð enda tjöldin stór. Henta bæði inni sem úti. Draumur í dós.

Að lokum verð ég að sýna ykkur þessar skóhirslur fyrir háhælaða skó. Áttu falleg pör sem þú vilt hafa til sýnis eða ertu með veggpláss í fataherberginu þar sem djúpar skápaeiningar ganga ekki upp?  Þá gæti þetta verið lausnin.

Bazaar Reykjavík er í Bæjarlind 6, Kópavogi. Þið getið einnig kíkt á vefverslun þeirra hér.

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                     Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *