Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading
Category Archives: Bedroom
6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement
Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Rúm upp að gluggum / Beds against windows
Að staðsetja rúmin upp að gluggum getur verið góð lausn og stundum besta skipulagslausnin. Við erum óvön þessu og viljum helst ekkert hafa upp við glugga. Continue reading
Hengi úr lofti / Rails from the ceiling
Lofthengdar slár eru skemmtilega öðruvísi hvort sem þær eru heimagerðar, sérsmíðaðar eða keyptar í verslunum. Continue reading
Svefnherbergi / Bedroom
Mars mánuður hefur verið annríkur. Verkefnin mörg og stór og flensan setti strik í reikning skipulagsfríksins. En flensan er einmitt ástæða þessarar færslu. Þar sem ég eyddi talsverðum tíma undir sæng í rúminu gat ég ekki annað en glaðst yfir hve vel mér líður í svefnherberginu mínu. Continue reading
Lyceum
Þau einfaldlega klikka ekki! Oscar Properties er enn og aftur að setja á markað fallegar og vandaðar íbúðir í Stokkhólmi, að þessu sinni í byggingu sem var hluti af Konunglega Tækniháskólanum. Continue reading
Bemz
Áttu Ikea sófa með þreyttu áklæði eða ertu að kaupa nýjan en vilt annað áklæði en Ikea býður upp á? Viltu einstakan sófa? Skoðaðu þá Bemz.
Mynd vikunnar / Photo of the week
Glæsilegt svefnherbergi þar sem efni raðast vel saman. Continue reading
Mynd vikunnar / Photo of the week
Já, já, ég veit. Það eru nokkrar vikur síðan ég sýndi mynd í „dálkinum“ mynd vikunnar. Ég vil nefnilega sýna innanhússmynd sem heillar, fræðir eða kveikir á hugmyndum. Það þýðir að ég birti mynd vikunnar þegar ég finn þá réttu en ekki vegna byrði vikulegrar birtingar.
Yes, I know. A few weeks have gone by since my last entry in the „column“ photo of the week. I just want to show a photo that fascinates, educates or inspires new ideas. That means I’ll post a photo when I find the right one instead of having the burden of weekly entries forcing my finds.
Hvað er svo að sjá hér? / So what do we see here? Continue reading
Þrír stílistar, ein íbúð / Three stylists, one apartment
Sænska fasteignasalan Fastighetsbyrån bað þrjá stílista að innrétta sömu íbúðina og útkoman sýnir að það er ekki til ein rétt leið þegar kemur að uppröðun eða húsgagna- og litavali. Continue reading