Murcia- nýtt á gömlu / new meets old

Hér hefur allt verið rólegt í nokkurn tíma en ég stakk mér í frí til Spánar og ákvað að hafa það frí algjört. Sem sagt engin vinna, engin ( eða fá) símtöl, tölvupóstar biðu og ekkert bloggað. Nú er ég sem sagt komin aftur og það er viðeigandi og skemmtilegt að fyrsta færsla eftir frí sýnir einstaka byggingu frá borg sem er ekki langt frá því svæði sem ég var á. Stílhrein viðbygging í afar þéttbyggðu og hefðbundnu hverfi í borginni Murcia á Spáni.

Just got back home after a vacation in Spain where I decided to be completely off work. No designing, no (or few) phone calls, no replying emails and no blogging. But now I am back and it is fun and suitable that my first entry is about a unique building in a city not far from where I was staying. A very modern architectural addition to a traditional Spanish building in a dense neighborhood in Murcia, Spain.

Ungur tónlistarmaður fékk Grupo Arena Architects til að hanna tvær nýjar hæðir ofan á eldra hús þar sem móðir og systir tónlistarmannsins bjuggu fyrir. Hugmyndin var að hanna penthouse íbúð þar sem tónlist unga mannsins fengi að njóta sín. Mikil lofthæð, skáveggir og einfaldleiki leyfa tónum hljóðfæranna að flæða um sali íbúðarinnar.

A young musician got Grupo Arena Architects to design two new floors on top of an old building already inhabited by the musicians mother and sister. The goal was to design a penthouse suite where the music could flow between the rooms. The extra ceiling height, angled walls and clean simple lines allow the musicians instruments to fill the suite with music.

Gluggalausir veggir snúa út að götunni en ljósi er hleypt inn með innskotsgluggum og svalir og stórir gluggar snúa í átt að fjallgarði. Frá svölum er gengið upp á þakverönd með mögnuðu útsýni. Nýju hæðirnar mynda sterka andstæðu við gömlu hefðbundnu spænsku bygginguna.

From the street front the large walls show no windows but light is let in through attached glass between angled walls and  large windows and a balcony turn out towards the mountain ridge. From the balcony a stairwell leads up to a rooftop deck with a breathtaking view. The new top floors create a stark contrast to the old traditional Spanish building.

photography Jesus Granada via trendir.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *