Ísbúðin Laugalæk / Reykjavík Sausage Company

Þetta er engin venjuleg ísbúð, þetta er heldur engin venjuleg pylsubúð. Í Ísbúðinni Laugalæk er þó hægt að fá bæði pylsur og ís. Tröllapylsurnar eru án allra aukaefna og framleiddar af eigendum í anda þýskra bratwurst pylsna.
Stórar og ljúffengar pylsur bornar fram í brauði eða bakka með sósu, káli og kartöflusalati, allt sérframleitt af eigendum staðarins, hjónunum Lóu Bjarnadóttur og Sascha Trajkovic. Heitið Reykjavík Sausage Company er framleiðslunafn pylsnanna og meðlætis.

Heimagerðu íssósurnar þeirra eru þær ljúffengustu sem ég hef smakkað en einnig blanda hjónin sjálf rauða (jarðaberja) og brúna (súkkulaði) ísinn með aðkeyptri ísblöndu sem grunn. Íssósurnar eru svo góðar að ísinn verður nánast fyrir og uppáhalds sósurnar mínar eru guava-, mangó-og hindberjasósan.

This is no ordinary ice cream parlor, this is no ordinary sausage shop either. You can, however, buy  both the sausage and an ice cream at Ísbúðin Laugalæk (Ice cream parlor at Laugalæk). The sausages are made by the owners themselves, the couple Lóa Bjarnadóttir and Sascha Trajkovic, produced without any additives and strongly  influenced by the German bratwurst. They are big and delicious, served with a bun or in a papertray with sause, sauer craut and potato salad, the couples own products as well. Reykjavík Sausage Company is the name of the product line. Their homemade ice cream sauces are so heavenly, almost to the point of wanting to skip the ice cream to enjoy the unfiltered taste of the sauce.

Ein aðal ástæða þess að farið var í breytingar var einmitt til að leggja meiri áherslu á framleiðsluvörur þeirra hjóna og svo var nú kannski komin tími til að djassa staðinn aðeins upp. Plássinu var skipt upp í tvo hluta til að aðgreina pylsurnar frá ísnum þó að allt sé afgreitt við sama afgreiðsluborð. Ég valdi bláan lit á bak vegg íssvæðis sem tengist köldum ísnum en drappaðar „subway“ flísar á bakvegg grill- og kaffisvæðis sem mýkri bakgrunn. Flísarnar koma frá Vídd. Afgreiðsluborð var klætt með parketi frá Agli Árnassyni en það var einnig sett upp á tvo veggi til að ná fram hlýju á móti köldu ryðfríu stáli. Svartir lampar, kastarar og brautir eru frá Rafkaup og borðplötur frá Fanntófell. Frostverk sá um sérsmíði afgreiðsluborðs og kælis og Glerborg sá um smíði glerhatta.

A major goal for the renovation was to put emphasis on the owners food production and at the same time spice the place up a bit. I divided the shop into two areas to separate the ice cream from the sausages even though everything is served from the same counter. 

I picked a blue color for the wall behind the ice cream section while beige subway tiles form a soft backdrop for the grill and coffee area. Wooden plank flooring  covers the front of the counter and was put on two walls as well to balance against the cold stainless steel. The black lamps and track lighting give the space an added edge.

Svona leit plássið út fyrir breytingar. Ég þakka hér með Lóu og Sascha fyrir gott og skemmtilegt samstarf!  / This is how the space looked before the renovation. I would like to use this opportunity to say thanks to Lóa and Sascha for the great teamwork.

Photography Anna María Sigurjónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *