Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar

Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.

En það er svo sannarlega hægt að vinna verk með aðstoð tölvupósts en skeyti með ljósmyndum, málsetningum, teikningum, spurningum og upplýsingum flugu á milli mín og hjóna í Vestmannaeyjum á meðan þetta verk var unnið. Þessi indælis hjón byggðu við húsið sitt sem færði þeim góða stækkun á stofu, borðstofu og eldhúsi og svo var hafist handa við hönnun innandyra með óskir þeirra að leiðarljósi. Hér er svo útkoman og  myndir af rýminu eins og það var áður má sjá neðst í þessari færslu.

It’s always a challenge to design a home outside Greater Reykjavík since jumping in the car for a quick ride over is not an easy option. The weather didn’t help much either since it was often impassable. But a design job can surely be done via e-mail, – so posts with photos,dimensions,drawings,questions and information flew back and forth between me and the homeowners in the Westman Islands (Vestmannaeyjar) while this project was ongoing. The couple had added a wing to their house that brought us an opportunity for a larger kitchen, dining and living room. Here is the final result with before photos at the bottom.

Takið eftir grábæsuðu skápunum sem aðskilur eldhús frá borðstofu. Þetta var gert til að draga úr lengdinni þar sem allur veggurinn er notaður fyrir skápa og til aðgreiningar á svæðum. Eyjan virkar meira sem morgunverðar- og samtalseyja þó hún sé að sjálfsögðu líka notuð við vinnslu í eldhúsi.

Note that we divided the kitchen from the dining area with grey washed oak cabinets in slightly different dimensions. That reduces the great length of the cabinet line since we used the entire wall. The island is more as a breakfast, conversation island although used as work space for the kitchen as well.

Hvaðan kemur hvað: Innréttingarsmíði var í höndum RH innréttinga. Gólfefni kemur frá Agli Árnasyni. Borðplata frá Granítsteinum.

Vinna á staðnum: Málarinn ehf, Viðar Einarsson og starfsfólk hans sá um málningavinnu. Sigurður Georgsson sá um flísalögn. Arnar Andersen sá um smíðavinnu og Geisli ehf sá um raflagnir og lýsingu. G.Þ. pípulagnir sáu um lagnavinnu.

Ljósmyndun / Photography : Gunnar Ingi Gíslason

Rými fyrir breytingar / Before photos

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *