Verkheiti / Project name : K6

Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig.

Fyrst var farið í veggjabreytingar en borðstofan var stækkuð á kostnað forstofu sem nýttist hvort eð er illa. Forstofan varð minni en praktískari.  Op voru stækkuð og hækkuð, nýjar loftháar innihurðir valdar, rennihurð sett upp, ný gólfefni og innréttingar fyrir nánast öll herbergi og glænýr stigi milli hæða var settur upp með fljótandi þrepum. Búr var tekið í burtu og rýmið tengt eldhúsi og öll lýsing er nú ný en í húsinu voru stórir lampar sem voru barns síns tíma.

Á efri hæðinni gerbreyttum við veggjaskipulagi og í stað þess að vera með eitt baðherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi erum við nú með sér baðherbergi og fataherbergi í hjónasvítu sem lokast af með stórri rennihurð og annað baðherbergi var hannað fyrir unga heimilisfólkið. Gluggapóstar og panelloft var málað hvítt.

There were a lot of space planning changes that now makes this home more suited for the family that lives there.  The dining area was enlarged and connects therefor better with the new open  kitchen. An enclosed pantry was removed and made a part of the kitchen area. A master suite was made upstairs with its own bathroom and walk-in-closet. New floor to ceiling doors, new cabinetry, new flooring and lighting and a new  staircase between levels was put up. Ceiling and window frames were painted white.

Hvaðan kemur hvað :

Innréttingar,innihurðir,  parket og flísar : Parki

Borðplötur : Granítsteinar

Vaskur og borðplata á gestabaði : Orgus

Tæki inn á baðherbergi : Ísleifur Jónsson

Eldunartæki í eldhúsi : Eirvík

Stigi : Járnsmiðja Óðins

Hangandi lampi inn á gestabaði : Willamia

Borðstofuljós : Epal

Loftljós : S.Guðjónsson

Fyrir og eftir myndir / Before and after photos :

 

Ljósmyndari : Anna María Sigurjónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *