Búrið ljúfmetisverslun / The cheese store Búrið (The Icelandic Pantry)

Ljúfmetisverslunin Búrið, Nóatúni 17 í Reykjavík, er snilldar sælkeraverslun sem ég fékk heiðurinn af að hanna í samstarfi við eigandann Eirnýju Sigurðardóttur. Búrið er annars vegar verslun þar sem hægt er að kaupa dýrindis erlenda og íslenska osta ásamt sultur, hunang, kex, brauð, pylsur, egg, krydd og fleira góðgæti. Búrið er hins vegar líka ostaskóli þar sem ” eru bara  ostar á námskránni. Engar frímínútur en heldur engin heimavinna…”.

Blandað var nýjum innréttingum með gömlum. Það gamla gert upp og málað og það nýja látið passa við þann osta anda sem reynt var að ná fram. Búðin varð fljótt vinsæl og vakti þekking Eirnýjar  á ostum og ostagerð svo mikla athygli að ákveðið var að stofna ostaskóla til að koma til móts við þennan áhuga.  Námskeið Ostaskólans urðu strax vel sótt og kom að því að Búrið þurfti á sérplássi að halda fyrir þau. Aftur var ég kölluð inn og nú til að hanna skólasal fyrir námsfúsa ostaáhugamenn.

Langt og mjótt rými við hliðina á Búrinu var tekið í notkun og áskorunin var sú að stytta og breikka salinn án þess að hreyfa við veggjum og svo að draga úr skrifstofuútliti plássins. Það náðist með nýju gólfefni, sérvalinni málningu á veggjum og notkun mótatimburs við gerð þverhliða er skipta rýminu upp. Sérsmíðuð borð og lampar úr Kolaportinu setja svo skemmtilegan svip á rýmið.

Ekki er hægt að tala um Búrið án þess að minnast á starfsfólkið en eftirfarandi myndir segja meira en þúsund orð.

This was a fun design project where we mixed old and new to create a great little cheese shop and a cheese school. Information taken from their own website www.blog.burid.is :   “Búrið ~ The Icelandic Pantry is a quirky cheese shop in Reykjavík offering the best in gloriously stinky cheeses from around the globe together with a selection of  jams, cured meats, olives, chutneys and other nibbles and noshes that make life worth living.”

The shop is also home to the “Cheese School,” which offers periodic classes and workshops for everyone interested in yummie good cheese.

photos: Anna María Sigurjónsdóttir, Helga Björnsdóttir, Eirný Sigurðardóttir & various others

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér: Innanhússhönnun / Innanhússarkitektúr

2 thoughts on “Búrið ljúfmetisverslun / The cheese store Búrið (The Icelandic Pantry)

  1. Pingback: Innlit í verkefni / A peek into projects | Bryndís Eva Jónsdóttir

  2. Pingback: Ljúfmetisverslunin Búrið / Búrið – the Icelandic Pantry | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *