Einbýli í Hafnarfirði / A house In Hafnarfjörður

Hér sá ég um heildarhönnun innandyra þar sem áhersla var lögð á gott og rúmt skipulag.

Flest okkar viljum fleiri eða stærri geymsluskápa fyrir línið, útifötin eða jóladótið. Hér var reynt að hugsa fyrir öllu enda skápaplássið himneskt. Stílhreint en hlýlegt með eikinni blandað við hvítt. Allar innréttingar voru sérsmíðaðar. Birtan flæðir á milli svæða þar sem stórar rennihurðir er skipta húsinu niður eru úr gleri.

Meðmæli viðskiptavina : Bryndís Eva tók að sér að hanna innréttingar í húsið okkar. Við leituðum til hennar þar sem verk hennar höfðuðu til okkar hvað varðar útlit, notagildi og hagkvæmni. Bryndís er einstaklega lipur og ljúf í öllum samskiptum og var drúg í að benda á hagkvæmustu lausnir á hverjum stað. Hún hefur innsæi i hönnun og skipulagi sem höfðar vel til allra þar sem hún vill gera ráð fyrir að allir hlutir eigi sinn stað og séu á réttum stað í innréttingum. Hver rúmmeter er nýttur til hins ýtrasta og hvergi veikan punkt að finna í hennar hönnun. Við mælum hiklaust með Bryndísi Evu.

Inga Harðardóttir og Gunnar Guðjónsson

An interior design project for the whole house where the goal was to create a spacious and functional space planning. All interiors were custom made and cabinets are large and many – here you find the perfect storage place for every item. Clean lines but the oak mixed with white brings in the warmth. The light floods through the house thanks to the large glass sliding doors that subdivides it.

The client’s comment:  “Bryndís Eva was our choice as the interior designer for our house. We decided on her designs as we liked her previous projects in regards to look, function and practicality. It was pleasant to work with Bryndís Eva as she is very easygoing in all communication and innovative in pointing out the best solutions for each room. Her insight for design and space planning appeals to all as she assumes that everything has it own place in the interior. Each piece has it’s place and purpose and there are no weak spots in her design. We can highly recommend Bryndís Eva as your interior designer.

Inga Harðardóttir og Gunnar Guðjónsson”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *