Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið.
Útsýni frá matarborði er meira eftir breytingar þegar þrír stórir gluggar blasa við í stað þess að vera með einn glugga alveg við borðið. Þrengslin sem gamli krókurinn veitti eru horfin. Skápapláss er ögn meira, vinnuborðpláss meira og rýmið virkar stærra en áður. Lýsing var leyst með gifsstokki í lofti.
The couple wanted new kitchen cabinets and the final result gave a new layout as well. The U-shaped kitchen was abandoned and in came an L-shaped kitchen. By changing the location of the kitchen table we achieved a greater view out of three large windows instead of one and gone was the narrow and tight kitchen nook. The space looks lighter and larger.
Op inn í eldhús og stofu voru stækkuð, nýjar hvítar innihurðir settar upp, nýtt gólfefni sett á allt húsið, veggir málaðir og eldri fataskápar filmaðir. Þegar þetta var allt komið var ég fengin til að aðstoða hjónin við húsgagnakaup og uppröðun.
The opening into the living room and kitchen were enlarged, new white doors were installed, new flooring put into every room, walls were painted and old closet doors were covered with opaque window films. When all of this was done the couple asked me to help them picking and arranging new furniture.
Fyrir & eftir / Before & after
Gólfefni : Hydrocork parket frá Þ.Þorgrímssyni
Innréttingar: SBS innréttingar (sérsmíði)
Borðplata: Granítplata frá S.Helgassyni
Eldhústæki: Ísleifur Jónsson, Ormsson og Eirvík
Húsgögn, ljós og smáhlutir: Bazaar Reykjavík, Ilva, Ego Dekor, Línan, Lýsing&Hönnun og Ikea
Gardínur : Bazaar Reykjavík og Nútíma
Ljósmyndun/ Photography : Bryndís Eva Jónsdóttir