Mjölk (sænskt orð yfir mjólk) er gallerí og verslun í Toronto, Kanada stofnað af hjónunum John og Juli Baker. Þau selja hönnunargripi frá Norðurlöndunum sem og Japan og eru miklir aðdáendur finnska arkitektsins Alvars Aalto sem sést berlega á húsgagnavali fyrir eigin bústað (eins og myndir hér sýna). Innblástur að endurgerð bústaðarins var í anda finnskra bústaða og húsgögn áttu að vera hagnýt og einföld.
Mjölk (the Swedish word for milk) is a gallery and a shop located in Toronto, Canada and founded by the couple John and Juli Baker. They sell designer items from the Nordic countries and Japan and are great admirers of the Finnish architect Alvar Aalto as can be seen in their furniture choices for their own cabin (seen in these photos). The inspiration for the cottage renovation was the look of Finnish cottages and simple and practical furniture.
Stofuborðið er bekkur eftir Alvar Aalto og hliðarborð við sófann er kollur eftir sama snilling. Blái sófinn er hönnun eftir Naoto Fukasawa og var valinn í anda sófa sem hjónin sáu í húsi Alvars Aalto í Helsinki. Vegghilurnar eru einnig hönnun eftir Aalto.
The sofa table is a bench by Aalto and the side table a stool by the same genius. The blue sofa choice, designed by Naoto Fukasawa, was inspired by Aalto’s blue sofa the couple saw in his home in Helsinki. The wall hung shelves are also designed by Aalto.
Borðstofuborð og stólar eru eftir Ilmari Tapiovaara og skenkurinn er gamall Alvar Aalto gripur frá 1940. Sænsku blómamyndirnar á veggnum keyptu hjónin á flóamarkaði.
The dining room table and chairs are by Ilmari Tapiovaara and the cabinet is an old Alvar Aalto piece from 1940. The Swedish flower lithographs on the wall were bought at a flea market.
Rúmföt eru frá Marimekkó og auðvitað er Aalto bekkur inni í hverju svefnherbergi.
The linen comes from Markimekko and of course there is an Aalto bench in every bedroom.
Í garðskálanum eru tveir bekkir/beddar eftir Alvar Aalto og klæddir með Sienna áklæði úr hönnunarlínu Aaltos.
In the sunroom there are two daybeds by Alvar Aalto upholstered in Aalto’s Sienna pattern.
Hér má sjá síðuna þeirra Mjölk – Here you can see their site Mjölk : Mjölk
Photos and info from their own blog site Kitka
Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér My facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr