Eftir óska- og þarfalista yndislegra hjóna á Akranesi teiknaði ég upp nokkrar hugmyndir að nýju skipulagi baðherbergis í íbúð þeirra. Þau vildu baðkar og sturtu, meira skápapláss og betri nýtingu á rými.
Flísar sem fyrir voru á gólfinu ná fram á gang og forstofu og var ákveðið að halda þeim enda góðar og fallegar flísar. Niðurstaðan var að sameina baðkar og sturtu en til að auðvelda aðgengi var sett þrep fyrir framan karið. Nýju flísarnar voru hafðar dökkar til að mynda skörp skil milli þeirra og gólf flísanna sem og að ná fram hlýleika. Lengd speglaskápa með led lýsingu að ofan og neðan gefa eigendum hellings geymslupláss fyrir alla þá smáu hluti sem fylgir inn á baðherbergjum. Háir vegghengdir skápar gefa gott pláss fyrir handklæði og stærri hluti.
With the clients wishlist by my side I drew out several layout ideas for the renovation of their bathroom. They wanted a bathtub and a shower, more storage and better usage of the square meters the room provided. The existing floor tiles reached out into the hall and foyer and were of good quality so we decided to keep them. The conclusion was to combine the shower and tub but to ease access into the shower I added a step in front of the tub. The new tiles are dark to provide a clear contrast between them and the existing tiles and to create a warmer feel. The length of the mirror cabinets, with led lighting above and underneath, provide ample storage for all the small items kept in a bathroom but towel storage and bigger bulk items fit well into the larger wall hung cabinets.
Loftið var tekið niður að hluta með innfelldum lömpum í bland við led borða sem mynda óbeina lýsingu við vegg og loft, allt sett á dimmer. Hér er því hægt að stjórna stemningunni, keyra upp lýsingu eða dempa hana niður í notalega spa birtu. Veggir voru málaðir í mjúkum, ljósum lit til að auka enn frekar á notalega stemningu baðherbergisins.
The ceiling was partially dropped with dimmable recessed and led lighting. The walls were painted in a soft, beige tone to enhance the feel of coziness and warmth.
Fyrir og eftir / Before and after
Ljós: Rafkaup Borðplata: Granítsteinar Blöndunartæki: Tengi Innréttingar: Trésmiðja Akraness Flísar : Parki
Myndataka: Helga Björnsdóttir
Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér: Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr