Eftir gott samstarf við verktakafyrirtækið Integrum ehf risu flott fjölbýlishús við Friggjarbrunn 3 og 5 í Reykjavík þar sem mikið var lagt upp úr hönnun innadyra.
Friggjarbrunnur 3-5 voru teiknuð af Jóni Hrafni Hlöðverssyni og reist af Integrum ehf en það er verktakafyrirtæki sem ég vann með við hönnun þessara 12 íbúða. Hver íbúð er einstök og haft var að leiðarljósi gott skipulag og gæði efna og innréttinga. Við fengum að láni húsgögn frá Tekk Company og stíliseruðum eina íbúð fyrir myndatöku en Anna María Sigurjónsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Það er gaman að vinna með verktökum sem leggja áherslu á hönnun innandyra.
These are two apartment buildings that I designed in cooperation with the building company Integrum ehf. There are six different apartments in each building and they were all designed with good space planning in mind, as well as the usage of class a materials. In cooperation with the furniture store Tekk Company we stylized one apartment to be photographed by Anna María Sigurjónsdótttir. I really enjoy working with a building company that puts emphasis on interior design.
Hér eru myndir af mismunandi íbúðum / Here are photos from various apartments
Pingback: Innlit í verkefni / A peek into projects | Bryndís Eva Jónsdóttir