Verkheiti / project name : S6

Algerlega endurgert pínulítið baðherbergi þar sem komið var fyrir stórri sturtu og góðu skápaplássi.

Það er oft á tíðum séreinkenni eldri fjölbýlishúsa í Reykjavík að baðherbergin eru afar lítil. Það var einnig tilfellið hér og því nokkur áskorun að koma öllu haganlega fyrir. Ljós drappaðar flísar frá Vídd urðu fyrir valinu og koma vel út með súkkulaðibrúnum Ikea skápum og ljósri granítplötu frá Rein. Hlýlegt og ljóst. Lýsingin úr lömpunum í sturtu loftinu skapa skemmtilega skugga þegar dimmerinn er notaður. Lampar koma frá Rafkaup í gegnum Holger Gíslason.

Áslaug Arnoldsdóttir viðskiptavinur segir:                                                                                ” Ég hafði séð verk Bryndísar hjá vinafólki og þegar kom að því að gera upp hjá mér baðherbergið kom ekkert annað til greina en að hafa samband vid hana.  Hún er fagmaður fram í fingurgóma og er mjög næm á hvað viðskiptavinurinn þarf og vill.  Útkoman í mínu tilviki er flottasta litla baðherbergið i Hlíðunum.”

A total renovation of a tiny bathroom where we put in a spacious shower and cabinets to keep all the bathroom necessities. Due to it’s small size we focused on having the tiles in a soft color mixed with chocolate brown cabinets and mirrors. The shower lamps create fun shadow lines when the dimmer is used.

Comment from client :                                                                                                             ” I had seen a design job of Bryndis at my friends house and when it was time to renovate my bathroom she was my first choice. She is very professional and skilled in sensing what the client wants and needs. The end result in my case is the cutest little bathroom in my neighborhood.”

Photos : Anna María Sigurjónsdóttir

One thought on “Verkheiti / project name : S6

  1. Pingback: Innlit í verkefni / A peek into projects | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *