Bækur sem skraut / Books as decoration

Það er ekkert líf án bóka! Það er mín skoðun alla vega. En ég nota bækurnar ekki einungis til lesturs heldur einnig sem hluti af skrautmunum í hillum og á borðum.  Þá er ég auðvitað ekki að tala um pappírskiljurnar okkar heldur harðspjalda bækurnar um listasögu, landafræði, arkitektúr, ljósmyndun eða hvað sem nú mögulega er til hjá okkur.

Books are life‘s necessity! At least in my opinion. But I don‘t use my books only for reading but also as a part of decoration on shelves or tables.  Note that I am not using paperbacks but the hardcover ones about art history, geography, architecture, photography or whatever is to be found in the home.

Því stærri sem þær eru því betra og oftast er fallegast að vera með tvær eða þrjár en það fer allt eftir uppröðun annarra hluta. Bækurnar eiga ekki að liggja einar og sér heldur setjum við ofan á þær eitt stykki kerti, lampa, plöntu eða einhvern fallegan hlut.  Hæðin sem við náum með þessum hætti  gerir hilluna, skenkinn eða borðið áhugaverðara og dregur úr flatneskjunni sem oft kemur til þegar við röðum mörgum hlutum hlið við hlið.  Þetta snýst um jafnvægi og hlutföll. Bónusinn er að við kíkjum oftar í bækurnar þegar þær liggja frammi. Myndirnar hér gefa ykkur vonandi hugmyndir um uppröðun.

The bigger the book the better and usually best to have two or three but that all depends on surrounding decorative objects. The books should not lie alone but with one or two candle holders on top or a lamp, a plant or any kind of decorative items. The height we establish by using books with items on top gives us a more interesting decoration and takes away the flatness we often get when we arrange items side by side.  It is all about balance and proportion . The bonus is we look through the books more often when they are laid out. Look through the photos for ideas.

 

Einnig er hægt að nota bunka af tímaritum. Magazines can be used as well.

All photos from my Pinterest site or from my own projects.

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                        My facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

One thought on “Bækur sem skraut / Books as decoration

  1. Pingback: Fimm ráð við uppröðun húsmuna / Five tips on arranging accessories | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *