Í litlu sjávarþorpi, Camogli á Ítalíu, er þessi vel skipulagða litla dvalar íbúð sem var endurgerð af arkitektastofunni Gosplan architects. Þrátt fyrir að vera lítil 35 fermetra íbúð þá eru í henni tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús. Áskorun arkitektanna var fermetrastærð og hallandi loftið en með því að hugsa hvert rými sem sérhannað húsgagn varð útkoman ekki yfirþyrmandi og skipulag gott. Einingum er hægt að loka sem býður þá upp á fleiri notkunarmöguleika. Takið til dæmis eftir lokinu á vinnusvæði eldhússins. Eldavél og vaskur hverfa með einföldu loki og einingin verður að snyrtilegum skenki.
Located in the little village Camogli in Italy is this tiny, well space planned holiday flat redesigned by Gosplan architects. Even thought it is only 35 square meter (377 sq.ft) in size it rooms two bedrooms, one bathroom and a living room and kitchen. The architects challenge was the small floor surface and the sloping roof but by thinking each room as a custom made furniture the outcome is not overwhelming and the space plan is great. Units can be closed and have multi purpose. As seen on photos here above the kitchen unit has a lid that turns the the work space of sink and stove into a sideboard. And below is shown the multipurpose of the second bedroom.
Að ofan sést hve margnota minna svefnherbergið verður með því að fella rúmið niður í gólfið. Því miður þá yrði þessi íbúð aldrei samþykkt hér á landi. Hér eru strangar byggingareglugerðir sem koma í veg fyrir hönnun eins og þessa.
Unfortunately this flat would never be approved here in Iceland. Our building codes are way too strict to ever sign off on a design like this one.
Að vinna að nýju veggjaskipulagi og ná fram sem bestri nýtingu og skipulagi með góðu flæði er einmitt það skemmtilegasta við mitt starf en einnig mesta áskorunin. Til að ná því fram þarf að hafa góða yfirsýn, þekkingu á þörfum hvers rýmis og tilfinningu og sýn á tilbúnu verki áður en framkvæmd hefst.
In my opinion, space planning is the most fun and the most challenging within my field, aiming always at getting the most use out of each space and to get a good flow between areas. To achieve that, one has to have a good overview, knowledge of requirements and a sense and vision of the job completed before construction even starts.