Verkheiti / projectname : S22

Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið.

This charming apartment is located in an old district in Reykjavík. I was asked to assist in new furniture purchase for the living and dining room but sometimes projects grow. We decided to change the flooring and lighting, enlarge openings between rooms and redo the bedroom.

Það fyrsta sem tók á móti manni þegar gengið var inn í íbúðina var gangur með grásvörtum flísum. Flísarnar soguðu alla orku úr rýminu og gerðu ganginn dimman. Valdar voru stórar ljósari flísar og plankaparket á stofu, borðstofu og svefnherbergi sem tónaði vel við flísalitinn. Þannig náðist að sameina og tengja öll rýmin betur saman og fá þau til að virka stærri. Op milli stofu og borðstofu var stækkað sem og op úr ganginum inn í borðstofu. Dagsbirtan úr flottum gluggum þessara svæða nær nú að flæða vel um öll rými og fram á ganginn.

The tiles on the hallway floor as you first enter were black and laid diagonally. The flooring drained the energy and made the hallway dark. Large lighter tiles were chosen instead and wood planks selected for the living-, dining- and bedroom. Now  the main spaces connect to each other and they  look larger. The opening between the living and the dining room was enlarged as well as the opening from the hallway into the dining room making the daylight from all the windows flow well through all spaces and into the corridor.

Mildur grábrúnn litur var settur á veggi en loft höfð hvít og litur látinn ná niður að vegglistum. Allt gert til að fá tilfinningu um aukna lofthæð.

Útgangspunktur húsgagnavals var svartur sjónvarpsskenkur sem við ákváðum að halda. Svört húsgögn voru því valinn inn í bland við aðra hlýlegri liti. Gamall fallegur borðstofuskápur sem og gamalt sófaborð sem var á staðnum blandaði ég inn með nýjum húsgögnum. Þannig héldum við gömlum sjarma og forðuðumst sýningarsals tilfinningu sem stundum er hætta á að skapa þegar endurnýja á flest eða öll húsgögn. Ný ljós voru valin og myndir og málverk fengu nýjar staðsetningar.

A mild grey-brown color was selected for the walls, while the ceiling was painted white down to the walltrim. This gives us a feeling of a heightened ceiling.

The starting point of the furniture selection was a black TV stand we decided to keep. Black furniture was therefore incorporated with other warmer colored furniture. I mixed in with the new  furniture two inherited pieces already in the apartment, an old beautiful dining room cabinet and an old coffee table now used as a side table. By keeping those we add to the charm and avoid a sterile showroom feeling, which is a risk of creating when updating most or all of the furniture. New lights were chosen and pictures and paintings were given new locations.

Í svefnherbergi var stór kommóða sem þrengdi of mikið að svo hún var færð í annað herbergi. Einnig lét ég taka vegghengda hillu niður því það var nauðsynlegt að létta vel á öllu í þessu herbergi en ég almennt mæli ekki með hillum yfir rúmi. Nú er þarna inni einungis hjónarúm og vegghengd náttborð. Veggfóður var sett á einn vegg til að gefa karakter en aðrir veggir í sama vegglit og frammi. Lofthengd tvöföld braut var sett við gluggavegg sem nær milli veggja og gólfsíð myrkvunartjöld og léttari gardínur fyrir framan hengd upp.

A large chest of drawers in the bedroom took too much space so it was moved into another room. I also removed a wall-mounted shelf since it was necessary to get a cleaner feel. Now there is only a double bed and wall-mounted bedside tables. Wallpaper was placed on one wall to give character.  The window wall was transformed into a curtain wall with ceiling hung, floorlength curtains.

Parket: Egill Árnasson * Flísar: Vídd  * Gardínur í svefnherbergi: Bazaar Reykjavík  * Borðstofuborð og stólar:Tekk Company  * Ljós yfir borðstofuborð: Lýsing & Hönnun * Vegghengdar Montana einingar og stofumotta: Epal * Sófi og hægindastóll: Innlit  * Sófaborð, stóll og náttborðslampar: Línan * Náttborð : Vogue * Gólflampi: Pfaff  * Loftljós í stofu: Casa * Borðlampi á hliðarborði: Lumex * Veggfóður: Esja Dekor  * Vegghengd lyklaskúffa í forstofu: Snúran

Fyrir & eftir myndir / Before & after photos

Ljósmyndun/photos : Bryndís Eva Jónsdóttir


 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *