Markmiðið var að ná hlýlegu baðherbergi með „spa tilfinningu“ en þó með öllum mögulegum hagnýtum kostum.
Nýtt skipulag færði okkur stóra innréttingu með stórum spegli, góða opna sturtu og baðkar inná svokölluðu blautrými afmarkað með flísaklæddum vegg. Nýtt loftræsikerfi var sett inn, ný lýsing, gólfhiti og rafmagns handklæðaofn.
Ég hef áður skrifað um það skipulag að setja sturtuna við hlið baðkars og mynda blautrými og það reyndist besta lausnin í þessu verki.
The goal was to reach a calm spa-like atmosphere when renovating this bathroom but include all the practical solutions.
I once wrote a blog on wet zones within bathrooms where the shower is open next to the bathtub. In this project that turned out to be our best layout.
Hvaðan kemur hvað :
Flísar : Vídd
Borðplata og sturtuveggur : Dekton frá Steinsmiðjunni Rein
Innfelld lýsing og rofar : Rafport
Veggljós : Bestlite frá Epal
Innrétting : JKE Design, Byko
Baðkar, vaskur og klósett : Duravit frá Byko
Blöndunartæki : Grohe frá Byko
Unidrain og Vola handklæðaofn : Tengi
Kollur og bakki : Magnolia
Allt loftræsti kerfi : Stjörnublikk
Spegill : Glerborg
Ljósmyndir / photos : Bryndís Eva
Svona leit baðherbergið út fyrir breytingar / before photos :