Indíánatjald / A tepee

Er þetta ekki fullkomið heimagert indíánatjald fyrir krakkana? Eigið þið gamlar gardínur inni í skáp eða efnisbúta sem þið hafið ekkert not fyrir, þá er hér komin frábær hugmynd fyrir krakkaherbergið. Tjald sem þið getið þess vegna fært út á verönd í sumar. Bambus stangir, snæri og efni : algjör snilld! Hér eru leiðbeiningar.

Isn’t this a perfect home made tepee for the kids? Do you have old curtains or some left over fabric pieces in your closet that just collect dust then this is a great idea for the kid’s room. A tepee that can be taken outside on a hot summer day. Bamboo rods, string and fabric : completely fab! Here are instructions.

Sofia sem skrifar Mokkasin bloggið mælir með að lóðréttu bambus stangirnar séu tveggja meters háar en millistoðir 80 cm langar. Fimm 2m og fjórar 80cm. Bambus stangir fást í garðyrkjuverslunum.  Fyrst er grindin gerð með því að hnýta bambusstangirnar saman eins og myndir sýna. Sofia mælir með að þær standi aðeins út fyrir samskeytin svo tjaldið verði stöðugra.

Sofia at the Mokkasin blog recommends us to use five two meters long bamboo rods and four 80 centimeters long for the siderods. These rods can be bought in almost any garden tool and supply store. You start by tying the rods as photos show. Sofia points out that for stability the rods should stick out a bit at every junction.

 

Svo er að byrja að rífa efnin í ræmur,  hnýta við stöng og klæða tjaldið. Munið að halda inngangi opnum. Þið getið auðveldlega heilklætt grindina líka með gömlu laki sem dæmi en það verður að segjast að marglitu efnisbútarnir gefa þessu tjaldi sjarmann.

Then you start ripping the fabric into strips, tie to a rod and start covering. Remember to keep a clear entrance. One can also cover the structure whole with an old sheet for example but I have to say that the colorful mis match of fabrics is what creates the charm. 

Nánari útskýringar má finna á sænsku síðunni MokkasinMore info in Swedish can be found on Sofias blogsite Mokkasin

 

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                       Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *